Elsa Nielsen og Logi Jens Kristjánsson hönnuðu lukkudýrið sem sækir útlit sitt í íslenska náttúru. Þau Elsa og Logi Jens sögðu í dag frá hugmyndinni á bak við lukkudýrið og sýndu teiknimyndasögu um fæðingu þess.
Lukkudýrið er með eldhaus og íshala og fætur þess eru gerðir út íslensku stuðlabergi. Þá klæðist það að sjálfsögðu íslenskum mosa.
Sú tillaga var borinn upp á kynningarfundinum í dag að kannski væri nafnið Logi Bergmann best lýsandi fyrir lukkudýrið en það hefur enn ekki fengið nafn. Nafnasamkeppni mun fara fram í grunnskólum landsins á næstunni.
Á Smáþjóðaleikunum er keppt í sex einstaklingsíþróttagreinum sem eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotfimi, tennis og borðtennis, og tveimur hópíþróttagreinum, sem er körfuknattleikur og blak á leikunum 2015.
Valgreinarnar á leikunum á Íslandi 2015 eru fimleikar og golf. Það er í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Blak og strandblak hafa verið keppnisgreinar á undanförnum leikum og verður keppt í báðum þessum greinum á leikunum 2015.
