Ekkert ferðaveður á meðan stormurinn gengur yfir Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2014 15:10 Spáð er vindhviðum 40-50 metrum á sekúndu m.a. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Vísir/Róbert Reynisson Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekkert ferðaveður verði á landinu þegar stormur gengur yfir landið. Þá varar Vegagerðin við því að Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði geti lokast upp úr klukkan 18 vegna veðurs. Um miðnætti er hætta á að fjallvegir lokist á Austurlandi. Horfur um landið allt næsta sólahringinn eru slæmar en búast má við vaxandi suðaustanátt og með snjókomu eða slyddu síðdegis, fyrst suðvestan til. Suðaustan 20-28 m/s sunnan- og vestan til í kvöld. Suðaustan 20-28 norðan- og austantil í nótt, en snýst í mun hægari suðvestan átt sunnan- og vestan til. Slydda eða snjókoma í nótt, en mikil slydda eða rigning suðaustanlands. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun og él, en léttir til norðaustanlands. Heldur hægari síðdegis, en hvessir ört norðvestan til með snjókomu. Dregur úr frosti í dag og hlánar víða við ströndina í kvöld og nótt, en kólnar heldur á morgun. Veðrið fer hratt versnandi undir kvöld á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Snjókoma þar, skafrenningur og afar lítið skyggni. Þá er spáð er vindhviðum 40-50 metrum á sekúndu m.a. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli frá kl. 18 og fram yfir miðnætti. Eins undir Eyjafjöllum og í Mýrdal í kvöld og fram á nótt. „Við erum að spá suðaustan stormi,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Þetta byrjar allt saman sunnan og vestan lands í kvöld og færist síðan austur yfir landið í nótt. Veðrið tekur síðan að róast þegar líður á nóttina og ætti að vera gengið yfir um hádegisbilið á morgun.“ Helga segir að Veðurstofan spái stormi í kvöld en ekki ofsaveðri eins og Íslendingar urðu varir við í síðustu viku. „Vindhviður geta orðið á milli fjörutíu og fimmtíu metrar á sekúndu í kvöld og nótt. Þessu mun fylgja talsverð úrkoma, slydda eða snjókoma. Það má búast við mikilli úrkomu á suð-austurlandi. Helga segir að ekkert ferðaveður verði á landinu meðan veðrið gangi yfir. Veður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að ekkert ferðaveður verði á landinu þegar stormur gengur yfir landið. Þá varar Vegagerðin við því að Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði geti lokast upp úr klukkan 18 vegna veðurs. Um miðnætti er hætta á að fjallvegir lokist á Austurlandi. Horfur um landið allt næsta sólahringinn eru slæmar en búast má við vaxandi suðaustanátt og með snjókomu eða slyddu síðdegis, fyrst suðvestan til. Suðaustan 20-28 m/s sunnan- og vestan til í kvöld. Suðaustan 20-28 norðan- og austantil í nótt, en snýst í mun hægari suðvestan átt sunnan- og vestan til. Slydda eða snjókoma í nótt, en mikil slydda eða rigning suðaustanlands. Suðvestan 8-15 m/s um hádegi á morgun og él, en léttir til norðaustanlands. Heldur hægari síðdegis, en hvessir ört norðvestan til með snjókomu. Dregur úr frosti í dag og hlánar víða við ströndina í kvöld og nótt, en kólnar heldur á morgun. Veðrið fer hratt versnandi undir kvöld á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Snjókoma þar, skafrenningur og afar lítið skyggni. Þá er spáð er vindhviðum 40-50 metrum á sekúndu m.a. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli frá kl. 18 og fram yfir miðnætti. Eins undir Eyjafjöllum og í Mýrdal í kvöld og fram á nótt. „Við erum að spá suðaustan stormi,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Þetta byrjar allt saman sunnan og vestan lands í kvöld og færist síðan austur yfir landið í nótt. Veðrið tekur síðan að róast þegar líður á nóttina og ætti að vera gengið yfir um hádegisbilið á morgun.“ Helga segir að Veðurstofan spái stormi í kvöld en ekki ofsaveðri eins og Íslendingar urðu varir við í síðustu viku. „Vindhviður geta orðið á milli fjörutíu og fimmtíu metrar á sekúndu í kvöld og nótt. Þessu mun fylgja talsverð úrkoma, slydda eða snjókoma. Það má búast við mikilli úrkomu á suð-austurlandi. Helga segir að ekkert ferðaveður verði á landinu meðan veðrið gangi yfir.
Veður Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira