Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2014 11:39 Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni kemur ekki á óvart þó Siggi og Oddur Andri eru hornreka í Hörgárdal. Deilurnar í Hörgárdal hafa tekið óvænta stefnu. Svo virðist sem MS hafi brotið trúnað á þeim Sigurði Hrafni Sigurðssyni og Oddi Andra Thomassyni Ahrens, eða Sigga og Oddi Andra, með því að gera opinberar kvartanir þeirra og ábendingar. Vísir hefur greint frá harkalegum deilum þeirra við nágranna sína í Hörgárdal, þau Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur bændur að Auðbrekku 1, en bændurnir hafa ekki viljað tjá sig um málið, að ráði lögmanns síns. Það gerir hins vegar Kristján Gunnarsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá MS, en hann upplýsti á dögunum, í bréfi til Vísis, að honum komi ekki á óvart að parið Siggi og Oddur Andri séu hornreka í Hörgárdal. Þannig sé nú mál með vexti og þeir hafi verið í því að dreifa gróusögum um Auðbrekkubændur og saka um sóðaskap, illa umgengni og annað slæmt. Vilja afsökunarbeiðni frá MS Þetta veit Kristján því fyrir um tveimur árum barst mjólkurbússtjóra MS á Akureyri bréf frá þeim þar sem þeir vöktu athygli á þessu. Skemmst er frá því að segja að þetta kom honum sem eftirlitsmanni á óvart, hann var sendur á staðinn til skyndiskoðunar til að sannreyna „mætti mjög alvarlegan áburð þeirra Sigurðar og Andra. Það er skemmst frá að segja að áburður þessi reyndist með öllu tilhæfulaus og engar sögur gengu í sveitinni um sóðaskap mjólkurbænda í Auðbrekku,“ segir Kristján: „Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum.“ Í samtali við Vísi segir Oddur Andri klárt að þarna sé verið að brjóta trúnað við þá. Hvernig getur almenningur treyst því að ábendingar sem þessar verði ekki gerðar heyrinkunnar; að þær séu meðhöndlaðar þannig að eftirlitsmaðurinn segir viðkomandi hver hafi bent á hugsanleg brot? Oddur Andri gerir fastlega ráð fyrir því að þeir Siggi muni fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá MS. Lögmaður þeirra er nú að skoða málið. „Við getum ekki látið þá komast upp með þetta,“ segir Oddur Andri. Og hann telur þetta benda til þess að þarna sé um býsna samansúrraða klíku að ræða sem lítur svo á að hún sé með öllu ósnertanleg. Einar Sigurðsson hjá MS. Hann segir almennu vinnureglu fyrirtækisins þá að upplýsa ekki um hvaðan ábendingar koma. MS upplýsir ekki hvaðan ábendingar berast Einar Sigurðsson forstjóri MS þekkir ekki þetta tiltekna mál og teystir sér ekki til að tjá sig um það sem slíkt: „En, við rekum okkar eigið gæðaeftirlit, sem kemur til viðbótar opinberu eftirliti matvælastofnunar. Það getur verið að eigin frumkvæði bænda, og það er langalgengast en öll mjólk er gæðamæld og ef eitthvað ber út af er það strax skoðað. Svo geta komið fram ábendingar ýmist héðan innanhúss eða frá öðrum aðilum. Þá er því alltaf fylgt eftir og þá er framleiðendum aldrei gerð grein fyrir því hvernig það ber að. En við fylgjum öllu eftir. Almenna vinnureglan er þessi,“ segir Einar. Ekki verður betur séð en Kristján hafi brotið þessa reglu MS, en þá er til þess að líta að hann er fyrrverandi starfsmaður. Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Deilurnar í Hörgárdal hafa tekið óvænta stefnu. Svo virðist sem MS hafi brotið trúnað á þeim Sigurði Hrafni Sigurðssyni og Oddi Andra Thomassyni Ahrens, eða Sigga og Oddi Andra, með því að gera opinberar kvartanir þeirra og ábendingar. Vísir hefur greint frá harkalegum deilum þeirra við nágranna sína í Hörgárdal, þau Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur bændur að Auðbrekku 1, en bændurnir hafa ekki viljað tjá sig um málið, að ráði lögmanns síns. Það gerir hins vegar Kristján Gunnarsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá MS, en hann upplýsti á dögunum, í bréfi til Vísis, að honum komi ekki á óvart að parið Siggi og Oddur Andri séu hornreka í Hörgárdal. Þannig sé nú mál með vexti og þeir hafi verið í því að dreifa gróusögum um Auðbrekkubændur og saka um sóðaskap, illa umgengni og annað slæmt. Vilja afsökunarbeiðni frá MS Þetta veit Kristján því fyrir um tveimur árum barst mjólkurbússtjóra MS á Akureyri bréf frá þeim þar sem þeir vöktu athygli á þessu. Skemmst er frá því að segja að þetta kom honum sem eftirlitsmanni á óvart, hann var sendur á staðinn til skyndiskoðunar til að sannreyna „mætti mjög alvarlegan áburð þeirra Sigurðar og Andra. Það er skemmst frá að segja að áburður þessi reyndist með öllu tilhæfulaus og engar sögur gengu í sveitinni um sóðaskap mjólkurbænda í Auðbrekku,“ segir Kristján: „Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum.“ Í samtali við Vísi segir Oddur Andri klárt að þarna sé verið að brjóta trúnað við þá. Hvernig getur almenningur treyst því að ábendingar sem þessar verði ekki gerðar heyrinkunnar; að þær séu meðhöndlaðar þannig að eftirlitsmaðurinn segir viðkomandi hver hafi bent á hugsanleg brot? Oddur Andri gerir fastlega ráð fyrir því að þeir Siggi muni fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá MS. Lögmaður þeirra er nú að skoða málið. „Við getum ekki látið þá komast upp með þetta,“ segir Oddur Andri. Og hann telur þetta benda til þess að þarna sé um býsna samansúrraða klíku að ræða sem lítur svo á að hún sé með öllu ósnertanleg. Einar Sigurðsson hjá MS. Hann segir almennu vinnureglu fyrirtækisins þá að upplýsa ekki um hvaðan ábendingar koma. MS upplýsir ekki hvaðan ábendingar berast Einar Sigurðsson forstjóri MS þekkir ekki þetta tiltekna mál og teystir sér ekki til að tjá sig um það sem slíkt: „En, við rekum okkar eigið gæðaeftirlit, sem kemur til viðbótar opinberu eftirliti matvælastofnunar. Það getur verið að eigin frumkvæði bænda, og það er langalgengast en öll mjólk er gæðamæld og ef eitthvað ber út af er það strax skoðað. Svo geta komið fram ábendingar ýmist héðan innanhúss eða frá öðrum aðilum. Þá er því alltaf fylgt eftir og þá er framleiðendum aldrei gerð grein fyrir því hvernig það ber að. En við fylgjum öllu eftir. Almenna vinnureglan er þessi,“ segir Einar. Ekki verður betur séð en Kristján hafi brotið þessa reglu MS, en þá er til þess að líta að hann er fyrrverandi starfsmaður.
Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum Sjá meira
Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31
Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10
Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45