Bernharð bóndi tjáir sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2014 12:31 Nágrannarnir í Hörgárdalnum, þeir Bernharð bóndi og þeir Oddur Andri og Siggi. Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Sjá meira
Vísir greindi í gær frá nágrannaerjum í Hörgárdal en fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Skiki sem fylgir húsinu er á jörð bóndans Bernharðs Arnarsonar Auðbrekku 1. Siggi og Oddur Andri halda því fram að Bernharð bóndi og hans fólk ofsæki sig. Ekki er ofsagt að fréttin hafi vakið mikla athygli. Vísir talaði við Bernharð sem vísaði á Ólaf Rúnar Ólafsson lögmann sinn. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og eðlilegt er að fá fram hina hlið málsins, ekki bara Sigga og Odds Andra. Ekki náðist í Ólaf Rúnar í gær en í samtali við Vísi nú fyrir skömmu var hann alveg gallharður á því að þetta mál verði ekki rekið í fjölmiðlum, þrátt fyrir mikil viðbrögð. Það sé línan sem tekin verði en Ólafur Rúnar segir það vinnureglu sína, sín mál vill hann og ætlar að reka á réttum vettvangi. „Ég hef ekki leyfi til að tjá mig um einstaka atriði. Og hef ráðlagt mínum umbjóðendum að tjá sig ekki um þau mál á vettvangi fjölmiðla.“ Og þar við situr. Siggi, eða Sigurður Hrafn Sigurðsson, velti upp þeim möguleika, í samtali við Vísi, að tillitsleysi Bernharðs mætti rekja til hugsanlegra fordóma gegn samkynhneigðum. Og, margir gera sér mat úr þeim möguleika í athugasemdum við fréttina í gær: Bubbi Morthens segir: „Það er hræðilegt þegar sómakærir bændur vakna upp við það að hommar eru farnir að ofsækja þá með brosum og hótunum um faðmlag.“ Jón Kristinsson: „Er ekki sagt að þeir sem haldnir eru hommaandúð séu ekki öruggir um sína eigin kynhneigð?“ Og, Sigrun Haraldsdottir: „Er einhver hommahrædsla ì Hørgàrdalnum? Er folk ekki komid à 21. øldina enn.“ Bernharð er því miður ekki til að svara þeim ásökunum en á það má benda, sem tengist þessu þá ekki nema með óbeinum hætti, að félagslífið í Hörgárdal virðist með miklum ágætum og það má ef til vill vera til marks um frjálslyndi í sveitinni að bændur þar settu upp djarfa og fræga sýningu 2011, Full Monty, sem vakti heimsathygli en bændurnir dreifðu myndum af sér nöktum til að auglýsa sýninguna. Þeim virðist líða vel í sínu skinni og óttast ekki það að vera í hópi berrassaðra bænda kynbræðra sinna. Í þeim glaða hópi var Bernharð.Leiksýning bænda í Hörgárdalnum árið 2011 vakti heimsathygli á sínum tíma.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Sjá meira