Fólki er ráðlagt að upplifa veðrið innandyra og vera ekki að fara út úr húsi að óþörfu. Það þýðir þó ekki að ekki sé hægt að fylgjast með veðrinu. Einn möguleiki er að skoða það út um gluggann en annar er að skoða gagnvirkt vindakort af heiminum.
Kosturinn við kortið er sá að þú ert ekki eingöngu bundinn við Ísland heldur er jafnframt hægt að fá veðurofsann á Suðurskautslandinu og lægðir á Kyrrahafinu beint í æð.