LeBron missti boltann og afhenti Spurs sigurinn | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2014 07:00 LeBron James tók tapið á sig. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad: NBA Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad:
NBA Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira