NBA-deildin setti saman topp tíu listann í gær fyrir vikuna 16. til 21. nóvember 2014. Það er óhætt að segja að þessu sinni séu troðslurnar hver annarri flottari og sannkallað augnakonfekt fyrir áhugamenn um háloftaflug á körfuboltavellinum.
Larry Sanders hjá Milwaukee Bucks, Shabazz Muhammad hjá Minnesota Timberwolves, Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks, Paul Millsap hjá Atlanta Hawks, Al-Farouq Aminu hjá Dallas Mavericks, Reggie Jackson hjá Oklahoma City Thunder, Iman Shumpert hjá New York Knicks, Jeff Green hjá Boston Celtics, Tayshaun Prince hjá Memphis Grizzlies og Jeff Teague hjá Atlanta Hawks komust allir inn á listann að þessu sinni.
Jeff Teague á fallegustu troðsluna en hann tróð þá með miklum tilþrifum á móti Los Angeles Lakers. Hinn 188 sentímetra hái bakvörður flaug þá yfir teiginn áður en hann tróð yfir einn leikmann Lakers-liðsins.