Leikkonan Elle Fanning leikur transgender-ungling í nýjustu mynd sinni, Three Generations.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin var á tökustað í New York í gær er Elle nánast óþekkjanleg í gervinu.
Elle leikur sextán ára ungmenni sem er í því ferli að leiðrétta kyn sitt, úr kvenkyni í karlkyn.
Með önnur hlutverk í myndinni fara Susan Sarandon og Naomi Watts en Three Generations er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári.
Leikur transgender-ungling
