NBA-stjarnan Blake Griffin þarf að mæta í réttarsal rétt fyrir jól.
Griffin hefur verið ákærður fyrir minniháttar líkamsárás í Las Vegas þar sem hann var að skemmta sér.
LA Clippers-stjarnan lenti í útistöðum á skemmtistað þar í borg sem endaði með því að hann sló mann utan undir og kreisti hönd hans. Kannski ekki mikið segja sumir en þó nóg til þess að kæra í Bandaríkjunum.
Griffin þarf að mæta fyrir rétt þann 8. desember næstkomandi vegna málsins. Sama dag á Clippers heimaleik gegn Phoenix.

