Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni.
Tékkar jöfnuði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar íslenska vörnin var búin að halda marki sínu hreinu í heilar 315 mínútur.
Ísland var fyrir þessa umferð í fámennum hópi með Englandi og Króatíu en þetta voru einu liðin sem voru ekki búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2016.
Englendingar fengu á sig mark í 3-1 sigri á Slóveníu í gær og Ítalir skoruðu hjá Króötum eftir aðeins ellefu mínútna leik í kvöld.
Það voru því öll lið búin að fá á sig mark í undankeppninni þegar Tékkar fundi leiðina framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í Plzen í kvöld.
Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti