„Þeir fá ekki eitthvað ákveðið hjá konunni“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. nóvember 2014 17:06 „Í alveg 97% tilfella eru þeir giftir. Sumir þeirra eru grey, aðrir flottir viðskiptakallar sem þurfa eitthvað svona. Þeir fá ekki eitthvað ákveðið hjá konunni.“ Svona lýsir ung vændiskona í Reykjavík kúnnahópi sínum. Fjallað verður um sögu hennar í heimildaþættinum Brestir á mánudagskvöld. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur verið í vændi af og til frá 17 ára aldri. Hún er gift og saman eiga hjónin ungt barn. Vændisheimurinn er hrottalegur þar sem konur og karlar eru neydd til selja líkama, oft í gegnum þriðja aðila og jafnvel í krafti skipulagðrar glæpastarfsemi. Þannig er saga ungu konunnar hreint ekki lýsandi fyrir vændisheiminn. Hún samþykkti að segja sína sögu í Brestum til að vekja athygli á að ekki er allt sem sýnist þegar kemur að vændi. „Mér finnst vera röng mynd af þessu. Auðvitað eru margar stelpur og strákar sem eru í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta. Þeim finnst þetta hræðilegt en það er líka til fólk eins og ég, sem á mann og fjölskyldu og lifir bara venjulegu lífi.“ Í Brestum fylgjum við ungu konunni þegar hún hittir kúnna í Hafnarfirði. Einnig verður rætt við Ragnheiði Haralds og Eiríksdóttur, hjúkrunarfræðing á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún og hennar samstarfsfólk hefur tekið á móti einstaklingum sem hafa þurft að þola hörmungar vændis á Íslandi. Ragnheiður bendir umfjöllunin sem slík sé til þess fallin að réttlæta gjörðir vændiskaupenda. „Það er verið að færa þeim þessa réttlætingu á silfurfati,“ segir Ragnheiður. „Oft eru þetta stelpur sem hrökklast úr námi, eru í neyslu og þurfa stunda vændi til að hafa fyrir lífinu.“ Unga vændiskonan er á öðru máli: „Það er betra að þessi menn séu að koma til mín en að fara annað þar sem eru slæmar aðstæður, þar sem konur eru neyddar út í þetta.“ „Ef ég er dugleg þá fæ ég mjög vel borgað og það er bara frábært fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó að ég sé ekki í skrifstofustarfi frá níu til fimm?“Þriðji þáttur Bresta er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldið. Upphaflegur sýningartími var klukkan 20:35 en vegna umfjöllunarefnis, orðfæris og lýsinga í þættinum hefur honum verið seinkað þangað til klukkan 21:25 sama kvöld. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi viðkvæmra. Brestir Tengdar fréttir Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu. 31. október 2014 11:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Í alveg 97% tilfella eru þeir giftir. Sumir þeirra eru grey, aðrir flottir viðskiptakallar sem þurfa eitthvað svona. Þeir fá ekki eitthvað ákveðið hjá konunni.“ Svona lýsir ung vændiskona í Reykjavík kúnnahópi sínum. Fjallað verður um sögu hennar í heimildaþættinum Brestir á mánudagskvöld. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur verið í vændi af og til frá 17 ára aldri. Hún er gift og saman eiga hjónin ungt barn. Vændisheimurinn er hrottalegur þar sem konur og karlar eru neydd til selja líkama, oft í gegnum þriðja aðila og jafnvel í krafti skipulagðrar glæpastarfsemi. Þannig er saga ungu konunnar hreint ekki lýsandi fyrir vændisheiminn. Hún samþykkti að segja sína sögu í Brestum til að vekja athygli á að ekki er allt sem sýnist þegar kemur að vændi. „Mér finnst vera röng mynd af þessu. Auðvitað eru margar stelpur og strákar sem eru í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta. Þeim finnst þetta hræðilegt en það er líka til fólk eins og ég, sem á mann og fjölskyldu og lifir bara venjulegu lífi.“ Í Brestum fylgjum við ungu konunni þegar hún hittir kúnna í Hafnarfirði. Einnig verður rætt við Ragnheiði Haralds og Eiríksdóttur, hjúkrunarfræðing á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún og hennar samstarfsfólk hefur tekið á móti einstaklingum sem hafa þurft að þola hörmungar vændis á Íslandi. Ragnheiður bendir umfjöllunin sem slík sé til þess fallin að réttlæta gjörðir vændiskaupenda. „Það er verið að færa þeim þessa réttlætingu á silfurfati,“ segir Ragnheiður. „Oft eru þetta stelpur sem hrökklast úr námi, eru í neyslu og þurfa stunda vændi til að hafa fyrir lífinu.“ Unga vændiskonan er á öðru máli: „Það er betra að þessi menn séu að koma til mín en að fara annað þar sem eru slæmar aðstæður, þar sem konur eru neyddar út í þetta.“ „Ef ég er dugleg þá fæ ég mjög vel borgað og það er bara frábært fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó að ég sé ekki í skrifstofustarfi frá níu til fimm?“Þriðji þáttur Bresta er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldið. Upphaflegur sýningartími var klukkan 20:35 en vegna umfjöllunarefnis, orðfæris og lýsinga í þættinum hefur honum verið seinkað þangað til klukkan 21:25 sama kvöld. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi viðkvæmra.
Brestir Tengdar fréttir Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu. 31. október 2014 11:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu. 31. október 2014 11:40