Bíó og sjónvarp

Verður ekki nakinn í Fifty Shades of Grey

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Beðið er eftir kvikmyndinni Fifty Shades of Grey með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd á Valentínusardaginn, 14. febrúar, á næsta ári.

Jamie Dornan leikur sjálfan Christian Grey en hann segir í samtali við The Guardian að hann verði ekki nakinn í myndinni.

„Það voru gerðir samningar sem kveða á um að áhorfendur sjái ekki, tja...já liminn minn,“ segir Jamie.

„Maður vill ná til eins breiðs áhorfendahóps og hægt er án þess að ofbjóða honum. Maður vill ekki búa til eitthvað sem er óþarfa, ljótt og myndrænt,“ bætir hann við.

Leikkonan Dakota Johnson leikur Anastasiu Steele í myndinni sem byggð er á erótískri skáldsögu E. L. James. Leikstjóri myndarinnar er Sam Taylor-Johnson en í öðrum hlutverkum eru Jennifer Ehle, Marcia Gay Harden, Luke Grimes og Rita Ora.


Tengdar fréttir

Plakatið afhjúpað

Beðið í ofvæni eftir kvikmyndinni Fifty Shades of Grey.

Fyrsta myndbrotið úr Fifty Shades of Grey er funheitt

Myndbrotið, sem er um það bil tvær og hálf mínúta á lengd sýnir leikarann Jamie Dornan sem fer með hlutverk auðmannsins Christian Grey að tæla hina ungu Anastasia Steele sem leikin er af Dakota Johnson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×