Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. október 2024 20:02 Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum við hátíðlega athöfn á RIFF í dag. Super Happy Forever eftir japanska leikstjórann Kohei Igarashi hlaut Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF, við hátíðlega athöfn í dag. Super Happy Together (Eilíf hamingja) keppti við átta myndir í flokknum Vitranir en þar eru myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Myndin var opnunarmynd í Feneyjum nú fyrr í mánuðinum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þá fékk myndin A New Kind of Wilderness frá Noregi eftir Silje Evensmo Jacobsen verðlaun í flokknum Önnur framtíð en þar eru myndir sem fjalla um aðkallandi málefni líðandi stundar. Myndin vann einnig World Cinema Grand Jury Prize á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Metaðsókn í ár Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur var verðlaunuð sem besta íslenska stuttmyndin í ár, og Nikulás Tumi Hlynsson fékk þar að auki sérstaka viðurkenningu fyrir sína stutmynd, Blái Kallinn. Dómnefnd unga fólksins verðlaunaði sænsku myndina G - 21 Sena frá Gottsunda eftir Loran Batti sem bestu myndina. Lokamynd hátíðarinnar er The Room Next Door (Herbergið við hliðina) eftir Pedró Almodóvar, með Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, og var hún sýnd fyrir fullum sal gesta. Hátíðinni lýkur í tuttugusta og fyrsta sinn annað kvöld í Háskólabíói og gefst gestum kostur á að sjá verðlaunamyndirnar á morgun, sunnudag, síðasta degi hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að metaðsókn hafi verið á hátíðina í ár. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Super Happy Together (Eilíf hamingja) keppti við átta myndir í flokknum Vitranir en þar eru myndir eftir leikstjóra sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Myndin var opnunarmynd í Feneyjum nú fyrr í mánuðinum og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þá fékk myndin A New Kind of Wilderness frá Noregi eftir Silje Evensmo Jacobsen verðlaun í flokknum Önnur framtíð en þar eru myndir sem fjalla um aðkallandi málefni líðandi stundar. Myndin vann einnig World Cinema Grand Jury Prize á Sundance-hátíðinni fyrr á árinu. Metaðsókn í ár Brúðurin eftir Hjördísi Jóhannsdóttur var verðlaunuð sem besta íslenska stuttmyndin í ár, og Nikulás Tumi Hlynsson fékk þar að auki sérstaka viðurkenningu fyrir sína stutmynd, Blái Kallinn. Dómnefnd unga fólksins verðlaunaði sænsku myndina G - 21 Sena frá Gottsunda eftir Loran Batti sem bestu myndina. Lokamynd hátíðarinnar er The Room Next Door (Herbergið við hliðina) eftir Pedró Almodóvar, með Tildu Swinton og Julianne Moore í aðalhlutverkum, og var hún sýnd fyrir fullum sal gesta. Hátíðinni lýkur í tuttugusta og fyrsta sinn annað kvöld í Háskólabíói og gefst gestum kostur á að sjá verðlaunamyndirnar á morgun, sunnudag, síðasta degi hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá RIFF segir að metaðsókn hafi verið á hátíðina í ár.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira