Norski fjölmiðillinn Aftenposten fjallar um eldgosið í Holuhrauni í dag og gerir sér einkum og sér í lagi mat úr mengun sem frá gosinu stafar. Fyrirsögnin er á þá leið að mengunin frá gosinu í Bárðarbungu sé verri en allir skorsteinar í Evrópu skapi samanlagt.
Í greininni segir meðal annars að gosið hafi nú varað í átta vikur og á degi hverjum dæli gosið út 35 þúsund tonnum af brennisteinstvíildi eða „svoveldioksid“; kemískum efnum og gasi sem sé heilsuspillandi.

