Býst við um 50.000 gestum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2014 15:22 Hátíðargestir (t.v.) og Grímur Atlason visir/arnþór/aðsent Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma. Airwaves Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Hátíðin fór fyrst fram í flugskýli númer fjögur á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er nú haldin í sextánda skipti í tólf tónleikasölum víðsvegar um borgina. Séu svokallaðir „off-venue“ staðir teknir með í reikninginn slagar heildarfjöldinn hátt upp í sjötíu staði. Grímur Atlason, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að miðar á hátíðina hafi selst upp fyrir um mánuði. Alls hefðu rúmir 9.000 miðar verið í boði og þar af hefðu í kringum 5.000 verið keyptir af útlendingum. Miðarnir hefðu klárast aðeins síðar en í fyrra en jafnframt voru fleiri miðar í sölu nú en þá. Að auki býst hann við því að um 50.000 manns mæti á off-venue tónleika en heftur enga hugmynd hvaðan þeir koma. Alls munu 63 flytjendur koma fram á hátíðinni auk fjölmargra sem leika off-venue. Meðal erlendra gesta sem spila um helgina má nefna hinn breska East India Youth, sem tilnefndur var til Mercury-verðlaunanna nú í ár, bandarísku sveitirnar The War on Drugs og Future Islands sem báðar eru ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins og svo mætti lengi telja. „Ég sá um að bóka hljómsveitirnar og langar því að sjá þær allar. Hins vegar verð ég á þeytingi um allan bæ og næ því ekki að sjá neitt almennilega. En ég ætla klárlega að sjá The War on Drugs og Flaming Lips í Vodafone-höllinni, síðustu tónleikum The Knife má enginn missa af sem og Grísalappalísa ásamt Megasi. Einnig Ásgeir Trausti, Lizard Wizard, FM Belfast, listinn er í raun endalaus,“ segir Grímur. Enn fremur bætir hann við að í grunninn þá sé Airwaves tónlistarhátíð og það eru engin geimvísindi á bak við slíkar. Allt sem þú þarft séu tónleikastaðir, góð hljóðkerfi, hljómsveitir til að spila tónlist og gestir til að hlýða á þær. Sé það er allt í standi þá mun hátíðin fara vel og allir skemmta sér. Upplýsingar um hljómsveitir sem fram koma og tónleikastaði má finna á heimasíðu hátíðarinnar og í opinberu appi hátíðarinnar fyrir snjallsíma.
Airwaves Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira