Ýmsar ýkjur hjá skáldlegum íþróttafréttamönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 10:30 Sigurður Sigurðsson, Bjarni Fel og Gaupi. Vísir Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991. Íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira
Dr. Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði frá doktorsritgerð sinni um málfar íslenskra íþróttafréttamanna. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan en Guðmundur lagðist í miklar rannsóknir fyrir ritgerð sína. Hann tók fyrir umfjöllun um íþróttir í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og vefmiðlum í heilt ár. „Ég tók eftir því að málfar íþróttamanna hefur breyst mjög og málfarið hjá þeim eldri er mun dannaðra. Sigurður Sigurðsson talaði allt öðruvísi en til að mynda Bjarni Fel og Gaupi [Guðjón Guðmundsson].“ „Helstu einkennin eru ýkjur, nýjungar og skáldmál,“ bætti hann. „Meðal nýjunga eru bæði ný orð, nýjir frasar og jafnvel nýjar beygingar. Þá eru margir gjarnir á að nota stuðla og höfuðstafi.“ Meðal dæmanna sem hann nefnir í viðtalinu eru ýkjur. „Íþróttamennirnir standa sig allir frábærlega. Þeir eru glæsilegir og gera sér lítið fyrir og sigra. Menn eru jafnvel algjörlega frábærir og þá er komin tvöföld ýkja.“ „Þá hafa íþróttafréttamenn búið til helling af nýjungum, bæði í orðum og orðatiltækjum. Til dæmis að hlaða í skot - sem er bara nýtt orðatiltæki í íslensku. Mér finnst þetta mjög sniðugt.“ „Þá eru menn vælarar og mikið talað um spútniklið, slefsigra, kraftframherja og svo framvegis. Það hefur ýmislegt verið búið til.“ „Svo vil ég ekki nefna nein nöfn en sumir íþróttafréttamenn eru skáldmæltari en aðrir og duglegir að nota frasa með ýmsum stuðlum.“ Guðmundur segir að þetta hafi heilmikil áhrif á mál ungs fólks og raunar allra þeirra sem fylgjast með íþróttum. En hann segir það ekki slæmt. „Niðurstaðan sýnir að málið er mjög lifandi og í sífelldri nýsköpun. Íþróttir eru ekkert venjulegt fyrirbæri og mjög lifandi - eins og trúarbrögð eða pólitík. Þegar tilfinningarnar ólga þá verður eitthvað til sem er mjög gaman.“Hér má sjá viðtal við Sigurð Sigurðsson íþróttafréttamann sem tekið var árið 1991.
Íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Sjá meira