Fólkið á Airwaves: Í hlutverki vængkonunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 15:00 Hinar eldhressu Jill Casavant og Natalie Spaeth frá Atlanta. Vísir/Andri Marinó Vinkonurnar Jill Casavant og Natalie Spaeth eru frá borginni Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum eru spenntar fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. „Ofurspenntar,“ segir Jill en þær stöllur voru mættar í Hörpu í gærkvöldi eftir að hafa lent um morguninn í Keflavík. Aðspurðar hvað hafi orðið til þess að þær létu slag standa og skelltu sér á Iceland Airwaves í ár er Natalie fljót til svars: „Mig langaði að sjá The Knife og hef heldur aldrei komið.“ Jill stekkur til og minnir á að hún eigi líka afmæli. Natalie skammast sín aðeins fyrir að hafa gleymt þeirri ástæðu og greinilegt að um eins konar afmælisferð er að ræða. Jill neitar að upplýsa blaðamann um hversu ung hún sé. „Ertu ekki 29?“ spyr blaðamaður og uppsker bros og svar um að ágiskunin hljómi ljómandi vel. „29 er það!“ Natalie segist vera mikið tónlistarnörd og þekkja ágætlega til íslenskrar tónlistar. Atlanta iði af tónlist og þangað komi listamenn að úr öllum áttum. Á listanum yfir það sem þær ætla að sjá eru fjölmargar hljómsveitir. Nefnir Natalie FM Belfast, Tomas Barfod, Le Femme og For a Minor Reflection. Þá minnir hún á frábær bönd að eigin sögn úr stórborginni og nefnir sem dæmi Deer Hunter og Black Lips. Jill er greinilega alveg jafnmikil áhugamanneskja um tónlist, í það minnsta ekki tónlistarnörd, og tekur undir með blaðamanni hvort hún sé eins konar vængkona fyrir vinkonu sína á hátíðinni. Jill viðurkennir að hún sæki Ísland heim með opnum hug og hefði gaman af því að hitta skemmtilegt fólk og sæta stráka. Natalie er einbeitt á tónlistarþátt hátíðarinnar og segist bara fylgjast með strákunum úr fjarlægð. „Ef þeir vilja spjalla við mig þá er ég samt alveg til,“ segir hún hlæjandi. Airwaves Tengdar fréttir Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00 Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15 Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Vinkonurnar Jill Casavant og Natalie Spaeth eru frá borginni Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum eru spenntar fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. „Ofurspenntar,“ segir Jill en þær stöllur voru mættar í Hörpu í gærkvöldi eftir að hafa lent um morguninn í Keflavík. Aðspurðar hvað hafi orðið til þess að þær létu slag standa og skelltu sér á Iceland Airwaves í ár er Natalie fljót til svars: „Mig langaði að sjá The Knife og hef heldur aldrei komið.“ Jill stekkur til og minnir á að hún eigi líka afmæli. Natalie skammast sín aðeins fyrir að hafa gleymt þeirri ástæðu og greinilegt að um eins konar afmælisferð er að ræða. Jill neitar að upplýsa blaðamann um hversu ung hún sé. „Ertu ekki 29?“ spyr blaðamaður og uppsker bros og svar um að ágiskunin hljómi ljómandi vel. „29 er það!“ Natalie segist vera mikið tónlistarnörd og þekkja ágætlega til íslenskrar tónlistar. Atlanta iði af tónlist og þangað komi listamenn að úr öllum áttum. Á listanum yfir það sem þær ætla að sjá eru fjölmargar hljómsveitir. Nefnir Natalie FM Belfast, Tomas Barfod, Le Femme og For a Minor Reflection. Þá minnir hún á frábær bönd að eigin sögn úr stórborginni og nefnir sem dæmi Deer Hunter og Black Lips. Jill er greinilega alveg jafnmikil áhugamanneskja um tónlist, í það minnsta ekki tónlistarnörd, og tekur undir með blaðamanni hvort hún sé eins konar vængkona fyrir vinkonu sína á hátíðinni. Jill viðurkennir að hún sæki Ísland heim með opnum hug og hefði gaman af því að hitta skemmtilegt fólk og sæta stráka. Natalie er einbeitt á tónlistarþátt hátíðarinnar og segist bara fylgjast með strákunum úr fjarlægð. „Ef þeir vilja spjalla við mig þá er ég samt alveg til,“ segir hún hlæjandi.
Airwaves Tengdar fréttir Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00 Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15 Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00
Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15
Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01
Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15