Væri heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends ef Airwaves væri ekki Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 15:46 „Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við á nokkuð daufum tíma ársins,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen, um Iceland Airwaves-hátiðina sem hófst á miðvikudaginn. Blaðamaður Vísis hitti hann ásamt Friðriki Ólafssyni á Slippbarnum í gær en þeir standa sjálfir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór síðasta sumar og mun einnig verða í Laugardalnum næsta sumar. „Þetta er ótrúlegur vettvangur fyrir íslenskar hljómsveitir til að kynna sig. Þetta er fyrir mitt leyti besta hátíðin fyrir íslenska listamenn til að koma sér á framfæri,“ segir Egill og þá bætir Friðrik við: „Þú finnur alltaf eitthvað nýtt og sniðugt á þessari hátíð.“ Strákarnir segja að þetta sé árlegur viðburður fyrir þá báða og missa þeir helst ekki af hátíðinni en Friðrik er búsettur erlendis. Egill hefur sjálfur spilað á Airwaves og þá aðallega með hljómsveitinni Quarashi.vísir/sáp„Það er svo gaman að spila á þessari hátíð. Ég man þegar ég fór síðast á svið og leit yfir salinn og gerði mér grein fyrir því að þetta voru mestmegnis erlendir gestir. Að spila fyrir sal sem er sjötíu prósent útlendingar sem eru komnir alla leið hingað til að hlusta á þig er ótrúlega gaman. Ég veit ekki hvað maður væri að gera ef þessi hátíð væri ekki, kannski heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends.“ Secret Solstice hátíðin fór fram í Laugardalnum í sumar og stefna þeir félagar á það að gera enn betur næsta sumar. „Við fengum góðar ráðleggingar frá þeim sem standa að tónlistarviðburðum hér á landi og hér á landi eru allir bara svo miklir vinir og tilbúnir að hjálpa. Það vantaði bara einhverja hátíð hinumegin við árið.“ Airwaves Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við á nokkuð daufum tíma ársins,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen, um Iceland Airwaves-hátiðina sem hófst á miðvikudaginn. Blaðamaður Vísis hitti hann ásamt Friðriki Ólafssyni á Slippbarnum í gær en þeir standa sjálfir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór síðasta sumar og mun einnig verða í Laugardalnum næsta sumar. „Þetta er ótrúlegur vettvangur fyrir íslenskar hljómsveitir til að kynna sig. Þetta er fyrir mitt leyti besta hátíðin fyrir íslenska listamenn til að koma sér á framfæri,“ segir Egill og þá bætir Friðrik við: „Þú finnur alltaf eitthvað nýtt og sniðugt á þessari hátíð.“ Strákarnir segja að þetta sé árlegur viðburður fyrir þá báða og missa þeir helst ekki af hátíðinni en Friðrik er búsettur erlendis. Egill hefur sjálfur spilað á Airwaves og þá aðallega með hljómsveitinni Quarashi.vísir/sáp„Það er svo gaman að spila á þessari hátíð. Ég man þegar ég fór síðast á svið og leit yfir salinn og gerði mér grein fyrir því að þetta voru mestmegnis erlendir gestir. Að spila fyrir sal sem er sjötíu prósent útlendingar sem eru komnir alla leið hingað til að hlusta á þig er ótrúlega gaman. Ég veit ekki hvað maður væri að gera ef þessi hátíð væri ekki, kannski heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends.“ Secret Solstice hátíðin fór fram í Laugardalnum í sumar og stefna þeir félagar á það að gera enn betur næsta sumar. „Við fengum góðar ráðleggingar frá þeim sem standa að tónlistarviðburðum hér á landi og hér á landi eru allir bara svo miklir vinir og tilbúnir að hjálpa. Það vantaði bara einhverja hátíð hinumegin við árið.“
Airwaves Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira