Davis tryggði New Orleans sigur á San Antonio | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 10:47 Davis var öflugur gegn meisturum San Antonio Spurs í nótt. Vísir/AFP Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Anthony Davis skoraði sigurkörfu New Orleans Pelicans gegn meisturum San Antonio Spurs þegar 6,6 sekúndur voru eftir og tryggði Pelikönunum eins stigs sigur, 100-99. Davis skoraði alls 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Pelikanana. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 28 stig, en meistararnir hafa tapað þremur af fimm fyrstu leikjum sínum í vetur. Brandon Knight tryggði Milwaukee Bucks eins stigs sigur, 93-92, á Memphis Grizzlies með því að skora þrjú síðustu stig leiksins. Milwaukee varð þar með fyrst liða til að vinna Memphis í vetur. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 18 stig, en Zaph Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 22 stig og 14 fráköst. Golden State Warriors eru enn taplausir eftir 98-87 sigur á Houston Rockets í Texas. Warriors eru búnir að vinna fyrstu fimm leiki sína en það er í fyrsta sinn í 20 ár sem það gerist. Warriors voru lengi vel í vandræðum í nótt, töpuðu alls 26 boltum og voru átta stigum undir í leikhléi, en lærisveinar Steve Kerr byrjuðu seinni hálfleikinn á 22-4 spretti og litu ekki til baka eftir það. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State, auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Félagi Curry úr bandaríska landsliðinu, James Harden, var atkvæðamestur hjá Houston með 22 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar, en miðherjinn Dwight Howard lék ekki með Texas-liðinu í nótt vegna veikinda. Þá vann Los Angeles Clippers fjögurra stiga sigur, 102-106, á Portland Trail Blazers í Staples Center. J.J. Redick átti stórgóðan leik í liði Clippers, en hann var sérstaklega öflugur í byrjun fjórða leikhluta þegar Clippers náði góðu forskoti. Redick skoraði alls 30 stig úr aðeins 13 skotum. Chris Paul var sömuleiðis góður með 22 stig og 11 stoðsendingar og Blake Griffin skilaði 23 stigum og sex fráköstum. Damian Lillard stóð upp úr í liði Portland með 25 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Framherjinn LaMarcus Aldridge skilaði 21 stigi og 10 fráköstum.Úrslitin í nótt: Portland Trail Blazers 102-106 Los Angeles Clippers Washington Wizards 97-90 Indiana Pacers New York Knicks 96-103 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 92-102 Miami Heat Boston Celtics 106-101 Chicago Bulls Golden State Warriors 98-87 Houston Rockets Memphis Grizzlies 92-93 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 100-99 San Antonio SpursSigurkarfa Anthony Davis Stephen Curry fór á kostum gegn Houston Flottustu tilþrif næturinnar NBA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Anthony Davis skoraði sigurkörfu New Orleans Pelicans gegn meisturum San Antonio Spurs þegar 6,6 sekúndur voru eftir og tryggði Pelikönunum eins stigs sigur, 100-99. Davis skoraði alls 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Pelikanana. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 28 stig, en meistararnir hafa tapað þremur af fimm fyrstu leikjum sínum í vetur. Brandon Knight tryggði Milwaukee Bucks eins stigs sigur, 93-92, á Memphis Grizzlies með því að skora þrjú síðustu stig leiksins. Milwaukee varð þar með fyrst liða til að vinna Memphis í vetur. Grikkinn Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 18 stig, en Zaph Randolph var atkvæðamestur hjá Memphis með 22 stig og 14 fráköst. Golden State Warriors eru enn taplausir eftir 98-87 sigur á Houston Rockets í Texas. Warriors eru búnir að vinna fyrstu fimm leiki sína en það er í fyrsta sinn í 20 ár sem það gerist. Warriors voru lengi vel í vandræðum í nótt, töpuðu alls 26 boltum og voru átta stigum undir í leikhléi, en lærisveinar Steve Kerr byrjuðu seinni hálfleikinn á 22-4 spretti og litu ekki til baka eftir það. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State, auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Félagi Curry úr bandaríska landsliðinu, James Harden, var atkvæðamestur hjá Houston með 22 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar, en miðherjinn Dwight Howard lék ekki með Texas-liðinu í nótt vegna veikinda. Þá vann Los Angeles Clippers fjögurra stiga sigur, 102-106, á Portland Trail Blazers í Staples Center. J.J. Redick átti stórgóðan leik í liði Clippers, en hann var sérstaklega öflugur í byrjun fjórða leikhluta þegar Clippers náði góðu forskoti. Redick skoraði alls 30 stig úr aðeins 13 skotum. Chris Paul var sömuleiðis góður með 22 stig og 11 stoðsendingar og Blake Griffin skilaði 23 stigum og sex fráköstum. Damian Lillard stóð upp úr í liði Portland með 25 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Framherjinn LaMarcus Aldridge skilaði 21 stigi og 10 fráköstum.Úrslitin í nótt: Portland Trail Blazers 102-106 Los Angeles Clippers Washington Wizards 97-90 Indiana Pacers New York Knicks 96-103 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 92-102 Miami Heat Boston Celtics 106-101 Chicago Bulls Golden State Warriors 98-87 Houston Rockets Memphis Grizzlies 92-93 Milwaukee Bucks New Orleans Pelicans 100-99 San Antonio SpursSigurkarfa Anthony Davis Stephen Curry fór á kostum gegn Houston Flottustu tilþrif næturinnar
NBA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira