Tyrknesk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila írökskum Kúrdum að fara um Tyrkland og yfir sýrlensku landamærin til að leggja baráttunni lið gegn liðsmönnum ISIS í borginni Kobane.
Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að viðræður vegna málsins haldi áfram en Tyrkir hafa til þessa neitað hermönnum Kúrda að fara um Tyrkland til Sýrlands.
Á vef BBC segir að stór hluti íbúa Kobane hafi flúið borgina síðustu vikurnar vegna átaka sveita ISIS og hersveita Kúrda.
Heimila Írökum að aðstoða Kúrda í Kobane
Atli Ísleifsson skrifar
