Björgunarsveitir önnum kafnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2014 11:56 Vísir / Atli Páll Hafsteinsson Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Umferðin gekk hvað verst í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglu var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum enda flestir enn á vanbúnum bílum. Dæmi eru um að fólk verið um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu en mokstur hófst ekki fyrr en um klukkan hálf átta í morgun. Nú er unnið er að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag. Þá urðu einhverjar tafir á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Þá var slökkvilið jafnframt kallað út eftir að eldur kviknaði í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu stóð bíllinn í ljósum logum en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig.mynd/g.ingi jónssonVeðrið sem gengur nú yfir landið er einna verst á Austfjörðum en þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á svæðinu í morgun. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum ferjaði um 30 manns til Egilsstaða eftir að rúta með starfsfólki Alcoa fór útaf í Fagradal. Engin meiðsl urðu á fólki en mikil hálka er á veginum um dalinn. Á Seyðisfirði fauk hluti af gafli húss í bænum og var björgunarsveit kölluð út og festi það sem eftir var af gaflinum og lokaði gatinu sem þar hafði myndast. Hálka og hálkublettir eru víðast hvar á landinu en greiðfært er á suðausturlandi. Ófært er á Víkurskarði og hafa björgunarsveitir verið þar að störfum í morgun eftir að rúta og póstbíll fóru út af veginum. Lokað er fyrir umferð um víkurskarð og unnið er að því að opna fyrir umferð. Þá er þungfært og skafrenningur á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Veðurhorfur á landinu: Norðvestan 18-25 m/s og snjókoma eða él á N- og A-landi, hvassast á annesjum, en annars yfirleitt mun hægari og dálítil él. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðvestan 10-15 og él NA-til í kvöld, en annars hæg breytileg átt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning S-lands undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil á landinu eftir hádegi á morgun, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.vísir/vilhelmFyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum.vísir/óskar birgisson Veður Tengdar fréttir Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50 Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51 Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23 Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31 Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20 Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Umferð á landinu öllu hefur gengið afar hægt fyrir sig í dag og mikið hefur verið um umferðarteppur. Þá eru miklar annir hjá björgunarsveitum víða um land vegna óveðurs sem gengur nú yfir landið. Umferðin gekk hvað verst í Kópavogi í morgun og eitthvað var um minniháttar árekstra. Að sögn lögreglu var fólk víða í vandræðum í brekkum og fáförnum götum enda flestir enn á vanbúnum bílum. Dæmi eru um að fólk verið um tvær klukkustundir að komast leiðar sinnar víða í bæjarfélaginu en mokstur hófst ekki fyrr en um klukkan hálf átta í morgun. Nú er unnið er að mokstri á stofnbrautum og í brekkum en mokstur í íbúðagötum hefst síðar í dag. Þá urðu einhverjar tafir á Sæbraut eftir að reykur kom upp í hjólabúnaði strætisvagns við Skútuvog og var slökkvilið kallað á staðinn. Þá var slökkvilið jafnframt kallað út eftir að eldur kviknaði í bifreið við Höfðabakka um klukkan hálf átta í morgun. Að sögn lögreglu stóð bíllinn í ljósum logum en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig.mynd/g.ingi jónssonVeðrið sem gengur nú yfir landið er einna verst á Austfjörðum en þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á svæðinu í morgun. Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum ferjaði um 30 manns til Egilsstaða eftir að rúta með starfsfólki Alcoa fór útaf í Fagradal. Engin meiðsl urðu á fólki en mikil hálka er á veginum um dalinn. Á Seyðisfirði fauk hluti af gafli húss í bænum og var björgunarsveit kölluð út og festi það sem eftir var af gaflinum og lokaði gatinu sem þar hafði myndast. Hálka og hálkublettir eru víðast hvar á landinu en greiðfært er á suðausturlandi. Ófært er á Víkurskarði og hafa björgunarsveitir verið þar að störfum í morgun eftir að rúta og póstbíll fóru út af veginum. Lokað er fyrir umferð um víkurskarð og unnið er að því að opna fyrir umferð. Þá er þungfært og skafrenningur á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær. Veðurhorfur á landinu: Norðvestan 18-25 m/s og snjókoma eða él á N- og A-landi, hvassast á annesjum, en annars yfirleitt mun hægari og dálítil él. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðvestan 10-15 og él NA-til í kvöld, en annars hæg breytileg átt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt, 8-15 og slydda eða rigning S-lands undir morgun. Austan 8-15 og slydda eða snjókoma norðantil á landinu eftir hádegi á morgun, en hægari vindur og rigning með köflum fyrir sunnan. Hiti víða kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig við suður- og suðvestur ströndina á morgun.vísir/vilhelmFyrsti snjór vetrarins féll í nótt í Garðabæ eins og víðar á landinu. Nemendur Sjálandsskóla í Garðabæ kunnu vel að meta það og var mikið fjör og gleði í frímínútum.vísir/óskar birgisson
Veður Tengdar fréttir Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50 Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51 Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23 Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31 Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20 Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Umferðin gekk hægt í Kórahverfinu í morgun „Já, ég ákvað að ganga með drenginn í leikskólann og spraði mér alveg hellings tíma," segir íbúi í Kórahverfinu í Kópavogi. 21. október 2014 10:50
Snjór og hálka á götum Reykjavíkur Hálka, snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Ökumenn eru hvattir til að fara ekki í umferðina á lélegum dekkjum. 21. október 2014 07:51
Gafl fauk af húsi á Seyðisfirði Þrjár björgunarsveitir hafa verið kallaðar út á Austfjörðum í dag. 21. október 2014 11:23
Miklar tafir á umferð á höfuðborgarsvæðinu Eldur kviknaði í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 10:31
Bíll við bíl við bíl á Vatnsenda Myndband sem tekið var í Vatnsendahverfinu í Kópavogi í morgun sýnir hversu hægt umferðin hreyfist. 21. október 2014 10:20
Björgunarsveitir að störfum í Víkurskarði Skarðinu var lokað í morgun vegna veðurs og er enn lokað en bílar lentu þar utan vegar. 21. október 2014 10:21
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent