Í lífstíðarbann fyrir að ráðast á dómara | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2014 22:45 Hnefaleikaferli Króatans Vido Loncar er lokið þó hann sé aðeins átján ára gamall, en hann hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af króatíska hnefaleikasambandinu fyrir að ráðast á dómara. Þetta ótrúlega atvik kom upp í þungavigtarbardaga Loncar og AlgirdasBaniulis, frá Litháen, á Evrópumóti ungmenna á mánudaginn sem Baniulis vann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Litháinn náði nokkrum góðum höggum um leið og bardaginn fór af stað, og þar sem um ólympíska hnefaleika er að ræða gerði pólski dómarinn MagejaDziurgota hlé á bardaganum og taldi upp á átta þó Króatinn væri standandi. Dómaranum fannst Loncar ekki í standi til að halda áfram og stöðvaði bardagann sem gerði það að verkum að Baniulis stóð uppi sem sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Króatinn tók þessu ágætlega í fyrstu og rölti rólegur í hornið sitt, en þegar pólski dómarinn kallaði svo á Loncar til að skoða vafningana á höndum hans varð allt vitlaust. Loncar var ekki sáttur við úrskurð dómarans og kýldi hann af öflu afli í andlitið svo Pólverjinn féll til jarðar. Þar náði Loncar að kýla Dziurgota nokkrum sinnum til viðbótar áður en hann var stöðvaður. Í frétt á vef Telegraph segir að Loncar hafi verið handtekinn skömmu síðar, en dómarinn var færður á sjúkrahús. Króatíska hnefaleikasambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það baðst innilega afsökunar á hegðun Loncar og lét vita að hann fengi aldrei aftur að stunda íþróttina. Loncar er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás. Þetta skuggalega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Hnefaleikaferli Króatans Vido Loncar er lokið þó hann sé aðeins átján ára gamall, en hann hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af króatíska hnefaleikasambandinu fyrir að ráðast á dómara. Þetta ótrúlega atvik kom upp í þungavigtarbardaga Loncar og AlgirdasBaniulis, frá Litháen, á Evrópumóti ungmenna á mánudaginn sem Baniulis vann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Litháinn náði nokkrum góðum höggum um leið og bardaginn fór af stað, og þar sem um ólympíska hnefaleika er að ræða gerði pólski dómarinn MagejaDziurgota hlé á bardaganum og taldi upp á átta þó Króatinn væri standandi. Dómaranum fannst Loncar ekki í standi til að halda áfram og stöðvaði bardagann sem gerði það að verkum að Baniulis stóð uppi sem sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Króatinn tók þessu ágætlega í fyrstu og rölti rólegur í hornið sitt, en þegar pólski dómarinn kallaði svo á Loncar til að skoða vafningana á höndum hans varð allt vitlaust. Loncar var ekki sáttur við úrskurð dómarans og kýldi hann af öflu afli í andlitið svo Pólverjinn féll til jarðar. Þar náði Loncar að kýla Dziurgota nokkrum sinnum til viðbótar áður en hann var stöðvaður. Í frétt á vef Telegraph segir að Loncar hafi verið handtekinn skömmu síðar, en dómarinn var færður á sjúkrahús. Króatíska hnefaleikasambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það baðst innilega afsökunar á hegðun Loncar og lét vita að hann fengi aldrei aftur að stunda íþróttina. Loncar er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás. Þetta skuggalega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira