Stiklan hefst með því að vélmennið Ultron talar yfir mikinn hasar en Ultron er mikil ógn fyrir mannkynið og er það James Spader sem ljáir honum rödd sína.
Ofurhetjugengið, Iron Man, Thor, Captain America, The Hulk, Hawkeye og Black Widow eru auðvitað á sínum stað ásamt öðrum.
Í aðalhlutverkum í myndinni eru Robert Downey Jr., Chris Hemsworth, Chris Evans, Mark Ruffalo og Scarlett Johansson.