Pútín kallar hersveitir til baka frá Úkraínu

BBC greinir frá. Um 17,600 hermenn er að ræða. Úkraínuher og aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi hafa barist í Austur-Úkraínu frá því í apríl. Rúmlega 3,500 hafa fallið í átökunum. Pútín hefur verið sakaður um að leggja aðskilnaðarsinnum lið en hann hefur ávallt neitað því.
Næsta föstudag mun Pútín funda með Petró Porósjenkó, forseta Úkraínu, í Ítalíu til að reyna að leysa vandann í Austur-Úkraínu. Porósjenkó segist ekki eiga von á því að viðræður við Pútín verði auðveldar.
Tengdar fréttir

Porosjenkó og Pútín funda í næstu viku
Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, mun funda með Vladimir Pútín, forseta Rússlands í næstu viku en þeir hafa gert ráð fyrir því að hittast í Mílanó.

Sammælast um friðaráætlun fyrir Úkraínu
Ríkisstjórnin í Úkraínu og aðskilnaðarsinnar hafa sammælst um friðaráætlun til að binda endi á átökin sem geisað hafa í austurhluta landsins síðustu mánuði.

Aðskilnaðarsinnar fá sjálfsstjórn og sakaruppgjöf
Samkvæmt nýjum lögum úkraínska þingsins verður liðsmönnum aðskilnaðarsinna veitt almenn sakaruppgjöf.

Ná völdum yfir flugvellinum
Uppreisnarsinnar í austurhluta Úkraínu virtust í gær vera að ná völdum yfir flugvellinum í borginni Donetsk, sem hefur verið á umráðasvæði stjórnvalda.

Rússneskir hermenn hörfa frá Úkraínu
Talsmaður NATO segir þó nokkrar rússneskar hersveitir enn vera innan landamæra Úkraínu.

Aðskilnaðarsinnar sleppa föngum
Rúmlega sjötíu úkraínskum stjórnarhermönnum var í gær sleppt úr haldi aðskilnaðarsinna í borginni Dónetsk, höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu. Vopnahléið sem samið var um á dögunum virðist því halda nokkurn veginn en lausn hermannanna var einn liðurinn í vopnahléssamningunum.

Segir Pútín ásælast Úkraínu
Forsætisráðherra Úkraínu sakar Rússlandsforseta um að vilja eigna sér Úkraínu alla og þurrka út sjálfstæði hennar.