Von á tillögum um breytingar á peningakerfinu fyrir áramót Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. október 2014 11:09 Frosti hefur talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins. Vísir / Pjetur Starfshópur sem vinnur að skýrslu um hvaða breytingar eru mögulegar á brotaforðakerfinu reiknar með að skila tillögum sínum fyrir áramót. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður hópsins. Hann segir að hópurinn hafi nýtt sumarið í að viða að sér efni sem nú sé unnið úr.Söfnuðu efni í sumar Hópurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins en auk Frosta skipa hópinn tveir hagfræðingar, þau Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Sjálfur er Frosti mikill áhugamaður um breytt peningakerfi en hann segir að vinnan í hópnum hafi dýpkað skilning sinn á málinu. „Megnið af vinnunni fór fram í sumar, þá var efni viðað í skýrsluna. Nú er verið að setja hana í læsilegt form. Við vonum að við klárum það fyrir áramótin en þetta þarf bara að taka sinn tíma,“ segir Frosti um stöðu mála. „Við stefnum að því að þessu verði öllu lokið fyrir áramót.“Skoðuðu söguna Hópurinn hafði það að markmiði að skoða sögu peningamyndunar hér á landi, hvernig gengið hefur að stýra peningamagni í landinu og með hvaða aðferðum það hefur myndast. Þá skoðaði hópurinn líka hvaða leiðir væru til að bæta þetta kerfi. „Það er búið að fara í gegnum það allt,“ segir hann og bætir við mikið sé af gögnum. Frosti getur ekki sagt hvenær tillögur hópsins verða kynntar en hann vill ekki upplýsa um hvað kemur þar fram. Hópurinn er ein af 23 verkefnanefndum sem starfa í umboði forsætisráðherra.Lengi viljað breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frosti blandar sér í umræðuna um breytingar á brotaforðakerfinu en hann er einn af forsvarsmönnum átaksins Betra peningakerfi. Í gegnum þau samtök hefur Frosti talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins og bönkum yrði aðeins leyft að lána út peninga sem þegar hafa verið lagðir inn. „Í sjálfu sér hefur skilningur bara dýpkað og ég kynnst þessu enn betur, hvernig í málinu liggur. Ég hef bara staðfest betur í því að gera þarf endurbætur á þessu fyrirkomulagi til að koma í veg fyrir að það verði aftur svipuð vandamál í framtíðinni eins og hingað til hafa verið,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Sjá meira
Starfshópur sem vinnur að skýrslu um hvaða breytingar eru mögulegar á brotaforðakerfinu reiknar með að skila tillögum sínum fyrir áramót. Þetta segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður hópsins. Hann segir að hópurinn hafi nýtt sumarið í að viða að sér efni sem nú sé unnið úr.Söfnuðu efni í sumar Hópurinn starfar á vegum forsætisráðuneytisins en auk Frosta skipa hópinn tveir hagfræðingar, þau Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristrún Mjöll Frostadóttir. Sjálfur er Frosti mikill áhugamaður um breytt peningakerfi en hann segir að vinnan í hópnum hafi dýpkað skilning sinn á málinu. „Megnið af vinnunni fór fram í sumar, þá var efni viðað í skýrsluna. Nú er verið að setja hana í læsilegt form. Við vonum að við klárum það fyrir áramótin en þetta þarf bara að taka sinn tíma,“ segir Frosti um stöðu mála. „Við stefnum að því að þessu verði öllu lokið fyrir áramót.“Skoðuðu söguna Hópurinn hafði það að markmiði að skoða sögu peningamyndunar hér á landi, hvernig gengið hefur að stýra peningamagni í landinu og með hvaða aðferðum það hefur myndast. Þá skoðaði hópurinn líka hvaða leiðir væru til að bæta þetta kerfi. „Það er búið að fara í gegnum það allt,“ segir hann og bætir við mikið sé af gögnum. Frosti getur ekki sagt hvenær tillögur hópsins verða kynntar en hann vill ekki upplýsa um hvað kemur þar fram. Hópurinn er ein af 23 verkefnanefndum sem starfa í umboði forsætisráðherra.Lengi viljað breytingar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Frosti blandar sér í umræðuna um breytingar á brotaforðakerfinu en hann er einn af forsvarsmönnum átaksins Betra peningakerfi. Í gegnum þau samtök hefur Frosti talað fyrir upptöku heildarforðakerfis en með því færist öll peningaútgáfa á hendur ríkisins og bönkum yrði aðeins leyft að lána út peninga sem þegar hafa verið lagðir inn. „Í sjálfu sér hefur skilningur bara dýpkað og ég kynnst þessu enn betur, hvernig í málinu liggur. Ég hef bara staðfest betur í því að gera þarf endurbætur á þessu fyrirkomulagi til að koma í veg fyrir að það verði aftur svipuð vandamál í framtíðinni eins og hingað til hafa verið,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Sjá meira