Tvöfaldir Evrópumeistarar Íslands í hópfimleikum höfnuðu í öðru sæti í forkeppninni í sérútbúnu fimleikahöllinni í Laugardalnum í kvöld.
Íslensku stelpurnar fóru á kostum í gólfæfingum, en þær fengu hæstu einkunn upp á 22,100. Þær bættu svo við 16,400 stigum fyrir æfingar á dýnu og 17,950 fyrir stökk; heildareinkunn upp á 56,733.
Sænska liðið, sem lítur mjög vel út eins og okkar stelpur, er í efsta sæti með 56,733 stig og Danir eru í þriðja sæti. Finnar höfnuðu í fjórða sæti og komust í úrslit ásamt Norðmönnum og Bretum.
Hér að neðan má sjá glæsilega myndaveislu frá töktum íslenskum stelpnanna í kvöld, en það var Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, sem var í Laugardalnum í kvöld.
Hér má finna allt um mótið.
Stelpurnar í öðru sæti eftir forkeppnina | Sjáðu myndirnar
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti

