Myndin er fyrsta kvikmynd í fullri lengd í leikstjórn Myroslav Slaboshpytskiy en hún sópaði að sér verðlaunum á gagnrýnendaviku kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Myndin er án tals og er eingöngu talað táknmál í myndinni.
Myndin hefur verið margverðlaunuð fyrir einstakan kvikmyndastíl, meðal annars á Cannes kvikmyndahátíðinni, en myndin þykir fanga á einstakan hátt veröld heyrnalausra.
Leikstjórinn Darren Aronofsky sá ástæðu til þess að lofa myndina á Twitter síðu sinni. Þar sparaði hann ekki stóru orðin:
„Búmm! Eins og hendi sé veifað, verður kvikmyndaformið aldrei samt eftir að þú hefur séð The Tribe eftir Myroslav Slaboshpytskiy.“
boom. just like that #3 is The Tribe by Myroslav Slaboshpytskiy and film is never the same.
— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) September 5, 2014