Vantar um hálfan milljarð í viðhald flugvalla Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2014 20:15 Um sex hundruð milljónir þarf til viðhalds og framkvæmda á flugvöllum landsins á næsta ári en aðeins er gert ráð fyrir 150 milljónum í þennan lið á fjárlögum. Ekkert fjármagn er ætlað í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli en formaður umhverfis- og samgöngunefndar er bjartsýnn á að fjármagn fáist til þess. Gífurlegt magn af jarðefni fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga og nú þegar eru um 60 þúsund rúmmetrar af efni til reiðu skammt frá gangamunanum Eyjafjarðarmegin, svo gott sem í túnfæti flugvallarins á Akureyri. Áform eru upp um að stækka flughlaðið á flugvellinum og byggja þar nýja flugstöð, þannig að flugvöllurinn geti þjónað betur bæði innanlands- og millilandaflugi. Ísavia getur fengið jarðefnið endurgjaldslaust en þarf að greiða fyrir flutninginn á því að flugvellinum til fyllingar fyrir flughlaðið en fjárveiting hefur ekki fengist til þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis, skoðaði Vaðlaheiðargöng hinn 15 júlí í sumar og sagði þá þetta varðandi fjármögnun á verkefninu.Sigmundur skoðaði Vaðlaheiðargöng í sumar.VísirÞegar forsætisráðherrann sjálfur leggst á málið er þá ekki líklegt að menn geti farið að vinna í þessu flughlaði strax á næsta sumri? „Það eru auðvitað víða mikilvæg verkefni og aðkallandi. Meðal annars í samgöngumálum. En hér er bæði þessi kostur að hafa nægt efni sem menn hljóta þá að vilja nýta tækifærið að nýta í þetta. En einnig þörf fyrir að það gerist á ekki of löngum tíma því annars safnast þetta bara upp hér,“ sagði Sigmundur Davíð hinn 15. júlí. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í þetta verkefni. Raunar er aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum til viðhalds núverandi innviða flugvallanna en samkvæmt gögnum frá Ísavia þarf um 600 milljónir í þau verkefni og ekkert fé er til nýframkvæmda. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hins vegar að fjármunir muni fást til verksins. „Já ég er bjartsýnn á að við getum komið inn fjármunum til að koma þesu mikilvæga verkefni af stað. Ég hef rætt það við marga, þeirra á meðal formann fjárlaganefndar og forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé allur af vilja gerður til að styðja við bakið á verkefninu. Þannig að já, ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Höskuldur Þórhallsson samflokksmaður forsætisráðherra og þingmaður í sama kjördæmi. Smá umþóttunartími hafi fengist þegar gagnagerðarmenn fóru að bora Fnjóskadalsmegin. „Þannig að það var kannski ekki alveg eins brýnt að fara í þetta strax eins og við töldum síðasta vor að minnsta kosti. En ég á von á því að það verði hægt að fara að flytja efnið fyrr en seinna,“ segir Höskuldur Þórhallsson. Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Um sex hundruð milljónir þarf til viðhalds og framkvæmda á flugvöllum landsins á næsta ári en aðeins er gert ráð fyrir 150 milljónum í þennan lið á fjárlögum. Ekkert fjármagn er ætlað í stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli en formaður umhverfis- og samgöngunefndar er bjartsýnn á að fjármagn fáist til þess. Gífurlegt magn af jarðefni fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga og nú þegar eru um 60 þúsund rúmmetrar af efni til reiðu skammt frá gangamunanum Eyjafjarðarmegin, svo gott sem í túnfæti flugvallarins á Akureyri. Áform eru upp um að stækka flughlaðið á flugvellinum og byggja þar nýja flugstöð, þannig að flugvöllurinn geti þjónað betur bæði innanlands- og millilandaflugi. Ísavia getur fengið jarðefnið endurgjaldslaust en þarf að greiða fyrir flutninginn á því að flugvellinum til fyllingar fyrir flughlaðið en fjárveiting hefur ekki fengist til þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig er fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis, skoðaði Vaðlaheiðargöng hinn 15 júlí í sumar og sagði þá þetta varðandi fjármögnun á verkefninu.Sigmundur skoðaði Vaðlaheiðargöng í sumar.VísirÞegar forsætisráðherrann sjálfur leggst á málið er þá ekki líklegt að menn geti farið að vinna í þessu flughlaði strax á næsta sumri? „Það eru auðvitað víða mikilvæg verkefni og aðkallandi. Meðal annars í samgöngumálum. En hér er bæði þessi kostur að hafa nægt efni sem menn hljóta þá að vilja nýta tækifærið að nýta í þetta. En einnig þörf fyrir að það gerist á ekki of löngum tíma því annars safnast þetta bara upp hér,“ sagði Sigmundur Davíð hinn 15. júlí. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er hins vegar ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í þetta verkefni. Raunar er aðeins gert ráð fyrir 150 milljónum til viðhalds núverandi innviða flugvallanna en samkvæmt gögnum frá Ísavia þarf um 600 milljónir í þau verkefni og ekkert fé er til nýframkvæmda. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur hins vegar að fjármunir muni fást til verksins. „Já ég er bjartsýnn á að við getum komið inn fjármunum til að koma þesu mikilvæga verkefni af stað. Ég hef rætt það við marga, þeirra á meðal formann fjárlaganefndar og forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé allur af vilja gerður til að styðja við bakið á verkefninu. Þannig að já, ég er bjartsýnn á að það takist,“ segir Höskuldur Þórhallsson samflokksmaður forsætisráðherra og þingmaður í sama kjördæmi. Smá umþóttunartími hafi fengist þegar gagnagerðarmenn fóru að bora Fnjóskadalsmegin. „Þannig að það var kannski ekki alveg eins brýnt að fara í þetta strax eins og við töldum síðasta vor að minnsta kosti. En ég á von á því að það verði hægt að fara að flytja efnið fyrr en seinna,“ segir Höskuldur Þórhallsson.
Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent