Garðar Már Garðarsson segir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn séu á leið á vettvang og að ekki liggi frekari upplýsingar fyrir um líðan hinna slösuðu.
Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þyrlan sé á leiðinni austur.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.