Veðurstofan varar ökumenn við snjókomu og stormi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. október 2014 11:49 Hiti verður kominn undir frostmark um mestallt land á morgun. Vísir / Anton Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörum þar sem vakin er athygli á að fyrsta alvöru snjókoma haustsins á norðanverðu landinu er í vændum á morgun. Spár gera ráð fyrir vaxandi lægð yfir landinu í dag en að lægðin þokist austur fyrir land á morgun með kaldri norðanátt í kjölfarið. Samkvæmt spá veðurstofunnar hvessir fyrst á Vestfjörðum í nótt og fer að snjóa. Um hádegi á morgun má svo búast við norðan hvassvirði eða stormi. Snjókoma verður þá á Vestfjarðarkjálkanum og austur með norðanverulandinu að Melrakkasléttu. Reiknað er með að dálítill snjór slæðist suður á Faxaflóasvæðið en mun hægari vindur verður sunnan- og austanlands framan af degi. Hvessir þó seinnipartinn. Á mánudagskvöld er svo útlit fyrir norðan og norðvestan hvassvirði eða stormi víða um landið og búast má við samfelldri snjókomu um allt norðanvert landið. Hiti verður þá kominn undir frostmark um mestallt land. Veðurstofan bendir þeim sem aka þurfa á milli landshluta að ágætt veður sé til þess í dag en slík ferðalög gætu verið erfið á morgun. „Ferðalög milli landshluta geta orðið erfið á mánudag og þriðjudag, einkum á norðurhelmingi landsins. Þetta á sérílagi við bíla sem eru vanbúnir til vetraraksturs,“ segir í viðvöruninni. Á þriðjudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðvestanátt en stormi á norðaustur- og austurlandi. Úrkomulítið verður á Vestfjörðum en búast má við snjókomu frá Húnaflóa og austan með landinu. Frost á þriðjudeginum verður víða á bilinu 0 til 4 stig, samkvæmt tilkynningunni. Veður Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörum þar sem vakin er athygli á að fyrsta alvöru snjókoma haustsins á norðanverðu landinu er í vændum á morgun. Spár gera ráð fyrir vaxandi lægð yfir landinu í dag en að lægðin þokist austur fyrir land á morgun með kaldri norðanátt í kjölfarið. Samkvæmt spá veðurstofunnar hvessir fyrst á Vestfjörðum í nótt og fer að snjóa. Um hádegi á morgun má svo búast við norðan hvassvirði eða stormi. Snjókoma verður þá á Vestfjarðarkjálkanum og austur með norðanverulandinu að Melrakkasléttu. Reiknað er með að dálítill snjór slæðist suður á Faxaflóasvæðið en mun hægari vindur verður sunnan- og austanlands framan af degi. Hvessir þó seinnipartinn. Á mánudagskvöld er svo útlit fyrir norðan og norðvestan hvassvirði eða stormi víða um landið og búast má við samfelldri snjókomu um allt norðanvert landið. Hiti verður þá kominn undir frostmark um mestallt land. Veðurstofan bendir þeim sem aka þurfa á milli landshluta að ágætt veður sé til þess í dag en slík ferðalög gætu verið erfið á morgun. „Ferðalög milli landshluta geta orðið erfið á mánudag og þriðjudag, einkum á norðurhelmingi landsins. Þetta á sérílagi við bíla sem eru vanbúnir til vetraraksturs,“ segir í viðvöruninni. Á þriðjudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðvestanátt en stormi á norðaustur- og austurlandi. Úrkomulítið verður á Vestfjörðum en búast má við snjókomu frá Húnaflóa og austan með landinu. Frost á þriðjudeginum verður víða á bilinu 0 til 4 stig, samkvæmt tilkynningunni.
Veður Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira