Byron Scott spáir því að Kobe verði ekki góður þjálfari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2014 13:30 Kobe Bryant. Vísir/Getty Byron Scott fær það verðuga verkefni að koma Los Angeles Lakers liðinu aftur á réttan kjöl í NBA-deildinni í körfubolta eftir erfitt tímabil þar sem liðið missti af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tæpan áratug. Kobe Bryant missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og margir bíða spenntir eftir því hvernig þessi 36 ára gamli leikmaður kemur til baka eftir erfið meiðsli. Byron Scott var spurður út í Kobe í gær. „Ég býst við að hann spili alla 82 leikina og spili vel," sagði Byron Scott um væntingar sínar til Kobe sem spilaði aðeins sex leiki á síðasta tímabili. „Ef ég segi alveg eins og er þá er Kobe þannig leikmaður sem mun vera með 23 eða 24 stig að meðaltali í leik. Okkar aðalstarf er að halda honum heilum," sagði Byron Scott. Kobe Bryant hefur aldrei talað um það opinberlega að hann hafi áhuga á þjálfun eftir að hann leggur skóna á hilluna en Byron Scott hefur líka enga trú á því að Kobe geti orðið góður þjálfari. „Hann er alltof harður. Hann myndi krefjast miklu meira af leikmönnunum en menn eins og ég eða Pat Riley. Hann myndi setja sömu kröfur á leikmenn sína og hann setur á sig sjálfan. Það væri erfitt fyrir þá að hafa sömu ástríðu fyrir leiknum, hafa sömu ást á leiknum eða vera jafn skuldbundinn körfuboltanum og Kobe," sagði Scott. Bryant er að hefja sitt 19. tímabil í NBA-deildinni en meiðslin sáu til þess að hann á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að ógna stigameti Kareem Abdul-Jabbar. Kobe er nú í fjórða sætinu, 592 stigum á eftir Michael Jordan og 6687 stigum á eftir Abdul-Jabbar. NBA Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira
Byron Scott fær það verðuga verkefni að koma Los Angeles Lakers liðinu aftur á réttan kjöl í NBA-deildinni í körfubolta eftir erfitt tímabil þar sem liðið missti af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tæpan áratug. Kobe Bryant missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og margir bíða spenntir eftir því hvernig þessi 36 ára gamli leikmaður kemur til baka eftir erfið meiðsli. Byron Scott var spurður út í Kobe í gær. „Ég býst við að hann spili alla 82 leikina og spili vel," sagði Byron Scott um væntingar sínar til Kobe sem spilaði aðeins sex leiki á síðasta tímabili. „Ef ég segi alveg eins og er þá er Kobe þannig leikmaður sem mun vera með 23 eða 24 stig að meðaltali í leik. Okkar aðalstarf er að halda honum heilum," sagði Byron Scott. Kobe Bryant hefur aldrei talað um það opinberlega að hann hafi áhuga á þjálfun eftir að hann leggur skóna á hilluna en Byron Scott hefur líka enga trú á því að Kobe geti orðið góður þjálfari. „Hann er alltof harður. Hann myndi krefjast miklu meira af leikmönnunum en menn eins og ég eða Pat Riley. Hann myndi setja sömu kröfur á leikmenn sína og hann setur á sig sjálfan. Það væri erfitt fyrir þá að hafa sömu ástríðu fyrir leiknum, hafa sömu ást á leiknum eða vera jafn skuldbundinn körfuboltanum og Kobe," sagði Scott. Bryant er að hefja sitt 19. tímabil í NBA-deildinni en meiðslin sáu til þess að hann á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að ógna stigameti Kareem Abdul-Jabbar. Kobe er nú í fjórða sætinu, 592 stigum á eftir Michael Jordan og 6687 stigum á eftir Abdul-Jabbar.
NBA Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Sjá meira