Eurovision stjarna spókaði sig í miðbænum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. september 2014 13:18 Auður með goðinu sjálfu, Johnny Logan. Epískt myndefni, segir Auður. Vísir/Einkasafn „Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“. Eurovision Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
„Ég sá hann labba hérna framhjá og tók strax eftir honum og fyrstu viðbrögðin voru að brosa til hans. Ég var reyndar alls ekki viss um hvort þetta væri hann, en þegar hann gekk hérna fram hjá aftur og stoppaði við horniði, þá stóðst ég ekki mátið, fór út og spurði hvort það gæti verið að þetta væri hann,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir eigandi verslunarinnar Insúlu á Skólavörðustíg en hún hitti írsku Eurovisionstjörnuna Johnny Logan um helgina. Hún spurði hann að sjálfsögðu hvort hún mætti ekki fá mynd af honum, enda að hennar sögn algjörlega epískt myndefni, Eftir smá tæknileg vandræði með myndavélina í símanum, sem leystist með hjálp bróður Johnnys, náðist þessi fína mynd og þeir tóku ekki annað í mál en taka eina mynd af okkur saman fyrir utan verslunina, segir Auður. „Hann var hinn almennilegasti, sagðist hafa verið að koma frá Jóni Sæmundi í Dead þar sem hann keypti sér nokkra boli. Svo spurði hann mig hvort Bó (Björgvin Halldórsson) væri ekki enn að syngja og hvort Krummi sonur hans væri ekki enn að gera tónlist,“ segir Auður, sem fannst gaman að heyra að hann hefði áhuga á og þekkti til þeirra feðga. Söngvarinn var að koma til landsins í fjórða sinn, en hann var með bróður sínum og eiginkonu sinni sem einnig er umboðsmaðurinn hans. Hann starfar nú á skemmtiferðaskipi sem var hér yfir helgina. Auður segir þessa uppákomu hafa verið einstaklega skondna, því kvöldið áður hafi hún og vinkonur hennar verið með smá ballöðu einkagrín og hún hafi einmitt sent vinkonu sinni sem er írsk og búsett hér á landi myndband með honum. „Mér fannst þetta mjög sérstak og vægast sagt skondið, þar em við vorum að grínast með þetta, því það er ekki á hverjum degi sem maður er að horfa á Johnny Logan myndbönd, ég er ekkert gallharður aðdáandi,“ segir Auður, sem segist samt bera fulla virðingu fyrir söngvaranum. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Johnny Logan sigrað Eurovision þrisvar sinnum, fyrst árið 1980 þegar hann söng lagið „What‘s another year“ og aftur árið 1987 þegar hann sigraði með slagaranum „Hold me now“. Árið 1992 samdi hann svo sigurlag Íra „Why me“.
Eurovision Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira