„Sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. september 2014 15:30 Blær, Katrín og Valdís „Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær. Airwaves Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
„Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær.
Airwaves Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira