Óður til eldri kynslóða Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. september 2014 16:21 Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun