Hætta á gosi undir jökli minnkar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2014 12:40 Frá gosstöðvunum í nótt. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01
5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42
Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18