Hætta á gosi undir jökli minnkar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2014 12:40 Frá gosstöðvunum í nótt. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01
5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42
Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18