Kínverski risinn Yao Ming hefur gert það gott síðan hann lagði skóna á hilluna en hann berst fyrir réttindum dýra.
Ming lék með Houston Rockets í NBA-deildinni en lagði skóna á hilluna frægu árið 2011.
Síðan þá hefur hann verið að berjast fyrir dýrin. Hann byrjaði á því að tala gegn því að landar sínir drykkju hákarlasúpu og samkvæmt Washington Post hefur neysla á súpunni minnkað um 50-70 prósent í landinu síðan.
Nú er hann farinn að vernda fíla og hvetur alla Kínverja að hætta og selja fílabein enda sé stofninn lítill og viðkvæmur.
Ming heillaði alla á sínum tíma með framkomu sinni og hann heldur áfram að skora stig hjá heimsbyggðinni með þessari baráttu sinni.
Ming verndar hákarla og fíla

Mest lesið




Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

