Bíó og sjónvarp

Vantar frumlegheit í Vonarstræti

Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti
Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti
Gagnrýnandi hins virta tímarits The Hollywood Reporter, Jordan Mintzer, gefur ekki mikið fyrir kvikmyndina Vonarstræti, eftir leikstjórann Baldvin Z.

Hann segir leikarana nægilega góða til þess að hann héldi myndina út, og nefnir Heru Hilmarsdóttur sérstaklega í því sambandi, en gefur jafnframt í skyn aðmyndin væri óþarflega löng. Hann segir vanta frumlegheit í handritið.

Mintzer heldur áfram og segir Vonarstræti fyrirsjáanlega og bætir við að það komi kannski ekki á óvart að kvikmyndin sé ekki sú frumlegasta í ljósi þess að það búi jafn margir á Íslandi og í borginni St. Louis í Missouri-ríki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×