

„Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson.
Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði.
Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.
Á þrívíddarkorti sem Bæring Gunnar Steinþórsson gerði má sjá fjölda skjálfta og hversu djúpt þeir liggja. Stærsti skjálftinn er 4,5 og var á 12 kílómetra dýpi. Á kortinu má sjá einnig sjá yfirlitstöflu yfir skjálftana.
Vísindamenn um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, sem flaug yfir Dyngjujökul í dag, sáu engin ummerki um að eldgos sé hafið undir jöklinum
Mikið er af göngu- og hjólafólki vestan megin við Jökulsá og hefur því verið gert að yfirgefa svæðið, vegna ólgunnar undir Dyngjujökli og flóðahættu vegna þess.
Undirbúningar er hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni komi til þess að byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði verði rýmdar.
"Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson.
Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli.
Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt.
„Mat jarðvísindamanna er að nú þegar hafi kvika safnast saman sem er með svipuð að rúmmáli og sú sem kom upp úr Eyjafjallajökli á 39 dögum.“