Aukinn órói undir Dyngjujökli Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 08:20 Dyngjujökull í gærkvöldi. Engin merki um eldgos. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn. Bárðarbunga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn.
Bárðarbunga Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira