Aukinn órói undir Dyngjujökli Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 08:20 Dyngjujökull í gærkvöldi. Engin merki um eldgos. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn. Bárðarbunga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn.
Bárðarbunga Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira