Skotfimikappinn Hákon Þ. Svavarsson var á meðal keppenda á Norðurlandamótinu í skotfimi sem fram fór í Kaupamannahöfn um helgina.
Hákon keppti í haglabyssuskotfimi og komst í úrslit, en þar stóð hann sig mjög vel og hafnaði í þriðja sæti eftir harða keppni.
Bronsverðlaun í höfn hjá íslenska hópnum, en Sigurður Unnar Hauksson stóð sig einnig með sóma í unglingaflokki og hafnaði í níunda sæti af tólf keppendum.

