Fyrstu kvikmyndirnar á RIFF tilkynntar Þórður Ingi Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 13:45 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar munu fara fram í Bíó Paradís, Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í Kópavogi og Reykjavík. Vísi hefur borist tilkynning frá RIFF um fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða.Í flokki heimildarmynda er The War You Don‘t See eftir hinn marglaunaða blaðamann John Pilger. Hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Í flokknum er einnig sænska heimildarmyndin Penthouse North eftir Johanna St. Michaels og myndin Kismet eftir Nina-Maria Paschalidou frá Kýpur. Sú fjallar um tyrkneskar sápuóperur.Í flokknum Fyrir opnu hafi er sannsöguleg mynd frá Eþíópíu að nafni Difret eftir Zersenay Mehari.Í flokknum Vitranir er Villa Touma eftir palestínska/ísraelska leikstjórann Suha Arafsuh og bandarísku myndirnar Before I Disappear eftir leikstjórann Shawn Christensen, Two Step eftir Alex R. Johnson og Bonobo eftir Matthew Hammet Knott.Í flokknum Myndir frá Færeyjum og Grænlandi er myndin Eina eftir Andrias Høgenni frá Færeyjum.Í flokknum Sjónarrönd Ítalía er The Stone River eftir Giovanni Donfrancesco.Í flokknum Önnur framtíð er myndin Mystery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O‘ Donoghue en það er norsk og suður-afrísk framleiðsla. Þá mun RIFF bjóða upp á fjölda sérviðburða um alla borg. Meðal þeirra má nefna Sundbíó, Tónleikabíó, Riff Around Town, Bílabíó, Heimabíó með Hrafni Gunnlaugssyni, málþing um efnið Stríð og frið og margt fleira. Hægt er að finna nánari upplýsingar á www.riff.is. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar munu fara fram í Bíó Paradís, Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í Kópavogi og Reykjavík. Vísi hefur borist tilkynning frá RIFF um fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða.Í flokki heimildarmynda er The War You Don‘t See eftir hinn marglaunaða blaðamann John Pilger. Hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Í flokknum er einnig sænska heimildarmyndin Penthouse North eftir Johanna St. Michaels og myndin Kismet eftir Nina-Maria Paschalidou frá Kýpur. Sú fjallar um tyrkneskar sápuóperur.Í flokknum Fyrir opnu hafi er sannsöguleg mynd frá Eþíópíu að nafni Difret eftir Zersenay Mehari.Í flokknum Vitranir er Villa Touma eftir palestínska/ísraelska leikstjórann Suha Arafsuh og bandarísku myndirnar Before I Disappear eftir leikstjórann Shawn Christensen, Two Step eftir Alex R. Johnson og Bonobo eftir Matthew Hammet Knott.Í flokknum Myndir frá Færeyjum og Grænlandi er myndin Eina eftir Andrias Høgenni frá Færeyjum.Í flokknum Sjónarrönd Ítalía er The Stone River eftir Giovanni Donfrancesco.Í flokknum Önnur framtíð er myndin Mystery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O‘ Donoghue en það er norsk og suður-afrísk framleiðsla. Þá mun RIFF bjóða upp á fjölda sérviðburða um alla borg. Meðal þeirra má nefna Sundbíó, Tónleikabíó, Riff Around Town, Bílabíó, Heimabíó með Hrafni Gunnlaugssyni, málþing um efnið Stríð og frið og margt fleira. Hægt er að finna nánari upplýsingar á www.riff.is.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira