Petro Pórósjenkó, forseti Úkraínu, mun koma í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í næsta mánuði til þess að ræða ástandið í landinu.
Obama ávarpaði fréttamenn í Hvíta húsinu fyrr í kvöld. Pórósjenkó aflýsti í dag heimsókn til Tyrklands vegna rússneskra hermanna í austurhluta landsins. Pórósjenkó sagði nauðsynlegt að hann væri í höfuðborginni Kíev vegna versnandi ástands í Donetsk-héraði.
Pórósjenkó hefur nú þegar beðið Evrópusambandið um hernaðaraðstoð vegna innrásarinnar.
Alexander Zakharchenko, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Úkraínu, fullyrðir að milli þrjú og fjögur þúsund rússneskir hermenn hafi gengið til liðs við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.
Hér má sjá brot úr ræðu Obama í kvöld.
"This ongoing Russian incursion into Ukraine will only bring more costs and consequences for Russia." —President Obama
— The White House (@WhiteHouse) August 28, 2014