Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2014 23:42 Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, réttlætti loftárásir Bandaríkjahers í Írak á þeim forsendum að með þeim væri verið að koma í veg fyrir þjóðarmorð, verja erindreka og greiða fyrir dreifingu hjálpargagna til íbúa herhrjáðu svæðanna við landamæri Íraks og Sýrlands. „Þetta er langtímaverkefni sem verður ekki klárað og mun ekki heppnast nema Írakar myndi starhæfa stjórn sem getur komið í veg fyrir að landið klofni í sundur,“ sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Bandarískar orrustuþotur og drónar skutu fjórum sprengjum á liðsmenn samtakana Íslamskt ríki (áður ISIS) sem herjuðu á Jasída sem höfðu leitað skjóls í Sinjar-fjallgarðinum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum var árásunum dreift yfir daginn og náðu þær að granda brynvörðum bílum og öðrum hergögnum. Var þetta þriðja loftárás Bandaríkjanna síðan Obama heimilaði íhlutunina á fimmtudag. Á annað hundrað þúsund Jasída viðhefst nú í Sinjar-fjöllum og hafa hjálparsamtök átt í erfiðleikum með að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til þeirra þúsunda manna sem eiga um sárt að binda eftir framgöngu Íslamska ríkisins á liðnum vikum. Bretar vörpuðu í nótt birgðum til Jasída en Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og Frakkland hafa einnig komið birgðum til þeirra sem halda til í fjallagarðinum. Hersveitir Kúrda náðu í dag að endurheimta tvær borgir úr höndum Íslamska ríkisins í kjölfar loftárása Bandaríkjanna og eru það fyrstu hernaðarsigrar þeirra svo vikum skiptir en sveitir þeirra hafa verið á miklu undanhaldi meðan Íslamska ríkinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Borgirnar tvær, Makhmour og al-Gweir sem áður voru í höndum uppreisnarmannanna, eru í um 45 kílómetra fjarlægð frá Erbil, stærstu borga Kúrda-hérðanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00 Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15 Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16 Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjahers hófust í dag Bandarískar hersveitir hófu í dag loftárásir á Írak eftir að Barack Obama Bandríkjaforseti boðaði hernaðaraðgerðir gegn IS-hreyfingunni í nótt. 8. ágúst 2014 20:00
Loftárásir Bandaríkjahers hafnar í Írak Fyrstu árásirnar beindust gegn stórskotaliði sem berst gegn hersveitum Kúrda við borgina Irbil í norðurhluta Íraks. 8. ágúst 2014 13:15
Bretar koma Jasídum til hjálpar Talið er að allt að 150 þúsund manns séu á svæðinu með litlar sem engar nauðsynlegar birgðir eins og vatn og hlý föt. 10. ágúst 2014 16:16
Segja ofsóknir IS í Írak orðnar að þjóðarmorði Biskupinn Athanasius Toma Dawod segir Guardian að hernám IS á borginnin Qaragosh, hafi markað ákveðin tímamót fyrir kristið fólk í landinu. 8. ágúst 2014 19:28
Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00
Obama heimilar loftárásir í Írak Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í nótt að hann hefði heimilað loftárásir í Írak gegn íslömsku öfgamönnunum í Isis-hreyfingunni. 8. ágúst 2014 06:51