Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2014 12:27 Haukur Helgi Pálsson. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. Haukur Helgi var með 24 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 1 varið skot í sigrinum á Bretum en hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum í leiknum og tapaði boltanum bara einu sinni á 37 mínútum. Haukur Helgi fékk framlagseinkunn upp á 35 sem var þremur stigum hærri en næstu menn sem voru Aliaksandr Pustahvar frá Hvíta-Rússlandi og Omri Casspi frá Ísrael. Það er hægt að sjá frétt um bestu menn gærdagsins á fibaeurope.com með því að smella hér. Haukur Helgi gekk frá samningi við sænska úrvalsdeildarliðið LF Basket aðeins nokkrum dögum fyrir leikinn og Svíarnir eru örugglega hæstánægðir með nýja leikmanninn sinn sem hefur eytt síðustu árum á Spáni. Haukur Helgi gaf tóninn strax í byrjun leiksins því hann skoraði sjö af fyrstu tíu stigum íslenska liðsins í leiknum. Haukur Helgi var líka mjög öflugur á lokakafla leiksins þegar strákarnir lönduðu mjög mikilvægum sigri. Mikilvægi Hauks Helga sést líka á því að íslenska liðið tapaði með 10 stigum þær þrjár mínútur sem hann sat á bekknum en vann með 23 stigum þegar Haukur var inn á vellinum.Hæsta framlagið í leikjunum í undankeppni EM í gær: 1. Haukur Helgi Pálsson, Íslandi 35 2. Aliaksandr Pustahvar, Hvíta-Rússlandi 32 3. Omri Casspi, Ísrael 32 4. Titus Nicoara, Rúmeníu 26 4. Rasid Mahalbasic, Austurríki 26 6. Akos Keller, Ungverjalandi 25 6. Vlad Moldoveanu, Rúmeníu 25 8. Zaza Pachulia, Georgíu 23 9. Gal Mekel, Ísrael 22 9. Axel Hervelle, Belgíu 22 Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. Haukur Helgi var með 24 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 1 varið skot í sigrinum á Bretum en hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum í leiknum og tapaði boltanum bara einu sinni á 37 mínútum. Haukur Helgi fékk framlagseinkunn upp á 35 sem var þremur stigum hærri en næstu menn sem voru Aliaksandr Pustahvar frá Hvíta-Rússlandi og Omri Casspi frá Ísrael. Það er hægt að sjá frétt um bestu menn gærdagsins á fibaeurope.com með því að smella hér. Haukur Helgi gekk frá samningi við sænska úrvalsdeildarliðið LF Basket aðeins nokkrum dögum fyrir leikinn og Svíarnir eru örugglega hæstánægðir með nýja leikmanninn sinn sem hefur eytt síðustu árum á Spáni. Haukur Helgi gaf tóninn strax í byrjun leiksins því hann skoraði sjö af fyrstu tíu stigum íslenska liðsins í leiknum. Haukur Helgi var líka mjög öflugur á lokakafla leiksins þegar strákarnir lönduðu mjög mikilvægum sigri. Mikilvægi Hauks Helga sést líka á því að íslenska liðið tapaði með 10 stigum þær þrjár mínútur sem hann sat á bekknum en vann með 23 stigum þegar Haukur var inn á vellinum.Hæsta framlagið í leikjunum í undankeppni EM í gær: 1. Haukur Helgi Pálsson, Íslandi 35 2. Aliaksandr Pustahvar, Hvíta-Rússlandi 32 3. Omri Casspi, Ísrael 32 4. Titus Nicoara, Rúmeníu 26 4. Rasid Mahalbasic, Austurríki 26 6. Akos Keller, Ungverjalandi 25 6. Vlad Moldoveanu, Rúmeníu 25 8. Zaza Pachulia, Georgíu 23 9. Gal Mekel, Ísrael 22 9. Axel Hervelle, Belgíu 22
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30