Íslendingar hvattir til að ferðast ekki til Vestur-Afríku

Þetta kemur fram í frétt á vef Landlæknisembættisins. Í fréttinni er áhersla lögð á það að ferðalangar í þessum löndum forðist náin samskipti við veika eða látna einstaklinga, veik eða látin villt dýr og neyslu á illa elduðum mat. Ferðalangar eru hvattir til að gæta vel að hreinlæti og stunda ekki óvarið kynlíf.
Sóttvarnalæknir ítrekar það að ólíklegt er talið að ebóla muni berast til Íslands. Í fréttinni segir þó að verið sé að virkja viðbragðsáætlanir innanlands ef svo ólíklega vildi til að hingað kæmu einstaklingar með sjúkdóminn.
Nánari fróðleik og fyrirmæli til ferðalanga er að finna á vef embættisins.
Tengdar fréttir

Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög.

Hætta ferðamanna á smiti hverfandi
Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.

Allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu Ebólu
Óttast að veiran geti breiðst hratt út á þeim svæðum sem litla læknisaðstoð er að fá verði ekki gripið til róttækra aðgerða.

Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur
Litið er á Sheik Umar Khan sem þjóðarhetju í Síerra Leóne vegna framlags hans til læknavísindanna.

Bretar óttast ebólufaraldur
Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins.

Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum
Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur