Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 18:30 VÍSIR/DANÍEL „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira