Strákarnir töpuðu með tíu stiga mun í Bosníu | Frábærir í fjórða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2014 19:47 Logi Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið varð að sætta stig við tíu stiga tap í Bosníu í kvöld, 62-72, í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins en spilaði var fyrir framan troðfulla höll í Tuzla. Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 18 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 14 stig og Martin Hermansson gerði 9 stig. Íslenska liðið lenti 23 stigum undir í þriðja leikhluta en kom sér inn í leikinn með frábærri spilamennsku í fjórða leikhlutanum. Það var því miður ekki nóg og heimamenn lönduðu sínum öðrum sigri í riðlinum en íslenska liðið vann lokaleikhlutann 29-16. Pavel Ermonlinskij var hvíldur í leiknum og þá meiddist Haukur Helgi Pálsson í þriðja leikhlutanum og spilaði ekkert eftir það. Haukur og Pavel verða vonandi orðnir leikfærir fyrir leikinn við Breta á miðvikudaginn. Íslenska liðið var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn Kanadamannsins Craig Pedersen en keppti ekki bara á móti stóru og sterku bosnísku liði heldur voru heimamenn ákaft hvattir áfram með frábærum stuðningi á pöllunum. NBA-leikmaðurinn Mirza Teletović var allt í öllu í leik Bosníu í kvöld en hann var langstigahæstur með 29 stig auk þess að tala 12 fráköst. Íslenska liðið var reyndar 2-0 yfir eftir þriggja mínútna leik en þá komu fjórtán stig í röð frá liði Bosníu sem var 22-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í fjögur stig í örðum leikhlutanum en var sjö stigum undir í hálfleik 27-34. Það var hinsvegar þriðji leikhlutinn sem fór algjörlega með leikinn en hann unnu Bosníumenn 22-6 og voru því komnir 23 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-33. Íslensku strákarnir voru ekki búnir að gefast upp þrátt fyrir slæma stöðu. Íslenska liðið skoraði fjórtán fyrstu stig fjórða leikhlutans og kom muninum niður í 9 stig, 56-47. Minnstur var munurinn sex stig áður en Bosníumenn kláruðu leikinn undir lokin. Þessi úrslit breyta ekki mikilvægi leiksins á móti Bretlandi í London á miðvikudagskvöldið en með sigri í þeim leik tryggir íslenska liðið sér annað sæti riðilsins sem gæti skilað liðinu sæti í úrslitakeppni EM 2015.Stig íslenska liðsins á móti Bosníu í kvöld: Logi Gunnarsson 18 stig, hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum Hörður Axel Vilhjálmsson 14 stig, hitti úr 6 af 8 skotum Martin Hermannsson 9 og 6 fráköst Elvar Már Friðriksson 6 stig og 5 fráköst Sigurður Þorvaldsson 5 stig Axel Kárason 3 stig Ragnar Nathanielsson 3 stig Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2 stig Haukur Helgi Pálsson 2 stig Hlynur Bæringsson skoraði ekki en tók 5 fráköst Ólafur Ólafsson skoraði ekki Pavel Ermolinskji kom ekki inná
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira