Veigar Páll Gunnarsson, framherji Stjörnunnar, verður ekki með liðinu í Evrópudeildarleiknum gegn Lech Poznan ytra annað kvöld vegna meiðsla.
Veigar missti af fyrri leiknum vegna sömu meiðsla, en hann flaug ekki með Stjörnunni til Póllands. Leikurinn fer fram annað kvöld.
Stjarnan er yfir eftir fyrri leikinn, 1-0, en danski framherjinn Rolf Toft skoraði eina markið í seinni hálfleik. Jafntefli tryggir Stjörnumönnum í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Toft er einnig lítillega meiddur, að sögn Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar. Hann sagði við fótbolti.net að Daninn hefði ekki æft með Stjörnunni í gær eftir að hafa fengið högg við að hlaupa á stöngina á æfingu á mánudaginn. Vonast er til að hann verði klár fyrir leikinn annað kvöld.
Þá er Garðar Jóhannsson að komast í gang, en hann er búinn að æfa tvisvar á fullu í aðdraganda leiksins.
Veigar flaug ekki út með Stjörnunni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Hrókeringar í markmannsmálum Man City
Enski boltinn

Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR
Íslenski boltinn






Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn

